0

Hrósið

Starfsmenn leikskóla á Hornafirði

-Frábær dagur, það sem við höfðum gott af því að horfa inná við og finna styrkleika hjá okkur sjálfum og styrkleika fólksins í kringum okkur. Sjá það jákvæða. -Mjög skemmtilegt, gott að fara í sjálfsskoðun, finna sínar veiku og sterku hliðar. -Sjálfsstyrking, markmiðasetning,sjálfsskoðun, jákvæðni. -Frábær fyrirlesari, hélt athygli allan tímann, virkilega skemmtilegt áhrifaríkt að skoða sjálfan sig, að hrósa sjálfum sér, allt frábært. -Flott hvernig Anna nálgaðist hópinn, sjálfskoðun, hrósæfingar, mikil styrking. Gerðir allt svo jákvætt. Flott fyrir hópeflið.

Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða

Hér eru frábærir fagmenn á ferð. Vanda og Anna eru fullkomið par í þessum fræðum. Fagmennska, atorka, vilji og metnaður einkennir þetta flotta par. Fagna því að þær séu farnar af stað saman og sinna málefnum sem mikil þörf er að taka á í samfélaginu okkar. Flottir fagmenn sem leggja línurnar sem við getum fylgt eftir. 

Hólmfríður Sigmarsdóttir, leikskólastjóri Marbakka

Í nóvember áttum við starfsmannahópurinn í leikskólanum Marbakka  stórbrotinn dag með Önnu Steinsen. Anna er frábær fagmaður sem byrjaði á því að greina stöðuna með okkur stjórnendum skólans. Í sameiningu fórum við yfir hvað við vildum fá úr úr þessum degi.  Efni dagsins var því algerlega sérsniðið fyrir okkar starfsmannahóp. Anna náði vel til allra starfsmanna og smitaði hópinn af gleði og útgeislun sinni, hún braut upp með reglulegu millibili og kallaði eftir þátttöku allra.  Verkefnin voru fjölbreytt, skemmtileg og ögrandi og mikið reyndi á hvern og einn einstakling og hópinn í heild.  Við fórum í sjálfskoðun, veltum fyrir okkur hver við værum í hópnum, hvaða breytingar hefðu átt sér stað og hvaða breytingar væru í vændum og lærðum að horfa með jákvæðum augum til framtíðar.  Við settum okkur markmið sem einstaklingar og sem hópur í heild og sáum það góða í okkur sjálfum og hvoru öðru.  Dagurinn var skemmtilegur og allir höfðu gagn og gaman af honum.  Takk kærlega fyrir okkur Hólmfríður Sigmarsdóttir Leikskólastjóri og Irpa Sjöfn Gestsdóttir Aðstoðarleikskólastjóri.

Sigurbjörg Kristjánsdóttir, deildarstjóri unglingastarfs hjá Reykjavíkurborg

Við hjá félagsmiðstöðvum Ársels höfum fengið að njóta þekkingar og reynslu Önnu Steinsen í nokkur ár. Allir starfsmenn stöðvanna hafa sótt fyrirlestra og námskeiða þar sem Anna hefur miðlað og leiðbeint starfsfólki í vinnu með börnum og unglingum með góðum árangri. Einnig hefur hún unnið markvisst með starfsmannahóp stöðvanna sem skilar sér í bættum starfsanda og betri vinnubrögðum. Fagmennska, léttleiki og hæfni til að setja efnið fram á áhugaverðan hátt er einkenni Önnu, því skilar leiðsögn hennar ætíð árangri. Frístundamiðstöðin Ársel hefur notið leiðsagnar Vöndu í málefnum barna og unglinga um nokkurt skeið. Bæði námskeið og fyrirlestrar sem Vanda hefur haldið fyrir starfsmenn hafa uppfyllt þær væntingar sem gerðar hafa verið. Starfsfólk hefur verið ánægt með fræðandi og áhugaverð erindi Vöndu sem hún setur fram af mikilli fagmennsku og litar af mikilli reynslu sinni.