0

"KVAN fyrir 16-19 ára, hefst 30.maí " hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

KVAN fyrir 16-19 ára, hefst 30.maí


84.000kr
- +

Kennt á mánudögum og miðvikudögum kl.19-22.00.
Námskeiðið er kennt í fjórar vikur - tvo daga í viku mánudaga og miðvikudaga.

Skemmtilegt, jákvætt og uppbyggjandi námskeiðið  fyrir fólk á aldrinum 16-19 ára sem hafa áhuga á því að efla sjálfstraust, jákvæða leiðtogahæfileika og fá hugrekki til að þora vera þau sjálf, standa á sínu og láta drauma sína rætast.

Markmið: 

Að efla sjálfstraust og kalla fram það besta í fari hvers og eins. Styðja við ungt fólk til að takast á við aukinn hraða, álag, kröfur og þær félagslegu aðstæður sem upp koma í þeirra lífi. Auka sjálfstraust og trú á eigin getu. Gera þau meðvituð um eigin heilsu (andlega og líkamlega) og kenna þeim aðferðir við að kalla fram það besta í sjálfum sér, halda jafnvægi og bara hafa gaman af lífinu.

Áskoranir: 
Ungt fólk í dag er að takast á við heilmikinn hraða og kröfur og vilja standa sig vel á öllum sviðum.  Sumir takast á við vinaleysi, lítið sjálfstraust, feimni, höfnun og önnur félagsleg vandamál.  Aðrir hafa ekki nægilega trú á sjálfum sér og eiga erfitt með að setja mörk. Kvíði er að aukast, samanburður gífurlegur á samfélagsmiðlum og fullkomnunaráráttan í hámarki.

Forsendur:
Til að geta tekist á við daglegt líf er mjög mikilvægt að geta sett sér mörk og vita hvar mörkin liggja. Til dæmis þegar kemur að tölvunotkun, samfélagsmiðlum, vináttu, virðingu fyrir eigin líkama og fullkomnunaráráttu. Það er nauðsynlegt að vera meðvituð um eigin heilsu og lifa lífinu með ákveðnu jafnvægi til þess að geta haldið öllum mikilvægu boltunum á lofti. Hafa umburðarlyndi fyrir sjálfum sér og öðrum. Til þess að ná árangri þarf að hitta hópinn yfir langan tíma og vinna markvisst starf með aðferðinni „learning by doing“ til að starfið skili sér.

Skipulag: 
Námskeiðið samanstendur af 8 skiptum, þrjár klukkustundir í senn. Síðasti tíminn er eftirfylgni og fer hann fram tveim vikum eftir síðasta tíma.

Hagnýt verkfæri:
Þátttakendur fá handbók og fleiri verkfæri til að nota við áframhaldandi vinnu.

Ávinningur: 
Að loknu námskeiði geta þátttakendur komið auga á sína eigin kosti, styrkja sjálfstraustið eru meðvituð um eigin heilsu og verkfæri til að láta ekki kvíða eða streitu ná tökum á þeim. Þau kunna leiðir til að sjá lausnir ekki vandamál og setja mörk. Eru meðvituð um samfélagslega ábyrgð og umhverfið, hvernig á að vinna í hópum og vera besta útgáfan af sjálfum sér.