Aukin virkni og árangursrík samskipti starfsmanna

Á námskeiðinu er lögð mikil áhersla á að hver og einn þátttakandi fái persónulega þjálfun sem að nýtist í starfi.

Við hjálpum starfsfólki að finna eldmóðinn til þess að taka næstu skref í sínu starfi og að finna leiðir til þess að auka árangur í þeim þáttum sem gerðar eru kröfur til þeirra. Við leggjum mikið upp úr markmiðasetningu og veitum þátttakendum mikið aðhald í að setja sér markmið og fylgja þeim skilmerkilega eftir. Við höfum mjög mikla trú á styrkleikamiðaðri nálgun og að hver og einn starfsmaður læri að kortleggja sína styrkleika ásamt því að þekkja styrkleika samstarfsmanna sinna. Verkefni námskeiðsins eru tengd þeim áskorunum sem að hver og einn starfsmaður er að takast á við í sínu starfi.

Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir starfsmenn fyrirtækja sem vilja efla sína starfstengdu hæfni og samskipti innan fyrirtækja.

Hvað get ég lært?

Styrkleikamiðuð nálgun og markmiðasetning
Rannsóknir sýna að með því kenna starfsmönnum að veita styrkleikum sínum athygli ásamt því að veita styrkleikum samstarfsmanna sinna athygli þá sexfaldast líkurnar á því að starfsmenn verðir virkari í starfi. Þátttakendur taka styrkleikapróf og við kennum þeim að lesa út úr því. Við notum viðurkenndar aðferðir við að þjálfa starfsmenn í að nýta styrkleika sína til að ná árangri og á sama tíma að læra inná skuggahliðar styrkleikanna sem geta haft neikvæð áhrif á samskipti og frammistöðu.

Markmiðasetning er kennd í þessum tíma þar sem að þátttakendur fá tækifæri til að skilgreina lykilsvið í sínu starfi og til þess notum við online markmiðakerfi Circlecoach.
Við þjálfum þátttakendur í að setja sér skýra sýn á þau markmið og kröfur sem að fyrirtækið gerir til þeirra.

Markþjálfun 
Með markþjálfun hefur verið sýnt fram á hvernig hægt er að sækja þekkingu, viðhorf og eldmóð starfsmanna til góðra verka. Við kennum þátttakendum aðferðarfræði markþjálfunar og sýnum þeim hvernig þeir geta nýtt sér hana í starfi bæði fyrir sjálfa/n sig og í teymisvinnu á sínum vinnustað.

Jafningjasambönd og jákvæð samskipti
Ótal rannsóknir sýna fram á mikilvægi jafningjasambanda á vinnustöðum. Við kennum þátttakendum að kortleggja jafningjasambönd á sínum vinnustað/starfsstöð og þróum með þeim leiðir til jákvæðra samskipta sem leiða til öflugs starfsanda og jákvæðrar vinnustaðamenningar.

Tjáning, hrós og hvatning
Samræmi er milli þess sem sagt er og hvernig það er sagt, en það getur haft mjög mikil áhrif á upplifun þeirra sem eru hluti af daglegum samskiptum innan fyrirtækja.

Við þjálfum þátttakendur í tjáningu og kennum þeim aðferðir sem auka líkur á jákvæðu og uppbyggjandi samskiptamynstri á vinnustað. Þá þjálfum við þátttakendur í aðferðafræði sem hjálpar þeim við að efla hæfni sína í hvatningu og hrósi til samstarfsmanna sinna. Með þjálfun í framangreindum þáttum mun sjálfstraust starfsmanna aukast og þeir öðlast aukna hæfni í að nýta leiðtogahæfni sína á jákvæðan hátt í sínu starfsumhverfi, jafnt við samstarfsmenn og viðskiptavini fyrirtækisins.

Námskeiðið nýtist starfsmönnum á öllum stigum innan fyrirtækja.

Skipulag:
Námskeiðið er í 4 skipti, 3 klst. í senn, einu sinni í viku í fjórar vikur.

Þjálfarar námskeiðsins:
Þjálfarar á námskeiðinu KVAN fyrir fyrirtæki eru þau Anna Guðrún Steinsen, Jón Halldórsson og Hrafnhildur Jóhannesdóttir. Öll hafa þau yfirgripsmikla reynslu í þjálfun starfsmanna fyrirtækja og hafa þjálfað hundruði starfsmanna bæði hérlendis og erlendis.

Verð
69.900 kr. per þátttakanda.

Styrkir

  • Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
  • Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldinu.
  • Fyrirtæki geta flest sótt styrk frá Starfsmenntunarsjóði fyrir allt að 90% af kostnaði fyrir alla starfsmenn sína. Sá styrkur er óháður inneign starfsmanna sjálfra í sjóðnum. Hægt er að sjá nánar á attin.is

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.