Fyrirlestrar – Fagaðilar

Hlutverk og ábyrgð stuðningsfulltrúa

Stuðningsfulltrúar gegna mikilvægu starfi í skólum og frístundum landsins. Í þessum fyrirlestri er farið yfir algeng vandamál sem stuðningsfulltrúar þurfa að takast á við. Þar má nefna árekstra í samskiptum barna, tilfinningastjórnun og hvernig á að styðja við börn í félagstengslum sín á milli. Hvatt er til þess að mynda örugg og jákvæð tengsl við …

Hlutverk og ábyrgð stuðningsfulltrúa Read More »

Frá lirfu yfir í fiðrildi – reynslusaga feimna barnsins

Við höfum flest upplifað það einhverntíman á ævinni að finna fyrir feimni og er það fullkomlega eðlilegt í vissum aðstæðum. Þegar feimnin er hinsvegar farin að hamla okkur í daglegu lífi þá er það alvarlegra mál. Hvaða áhrif hefur það á okkur að alast upp sem feimin börn og fá mögulega aldrei tækifæri á að …

Frá lirfu yfir í fiðrildi – reynslusaga feimna barnsins Read More »

Sjálfstraust og samanburður

Við lifum í samfélagi þar sem samfélagsmiðlar hafa mikil áhrif á okkar daglega líf. Það er nær óhjákvæmilegt að við berum okkar líf saman við líf annara. Hvaða áhrif hefur það? Hvernig mótast okkar sjálfsímynd og sjálfstraust þegar við sjáum afrek annara í glansmynd á hverjum degi? Er raunhæft að maður sé alltaf hamingjusamur og …

Sjálfstraust og samanburður Read More »

Eflum þrautseigju

Af hverju gefast sumir upp á undan öðrum? Er það skortur á sjálfsaga, sjálfstrausti eða trú á eigin getu? Hefur það eitthvað með persónuleika okkar að gera? Uppeldið hefur sannarlega mikil áhrif og hvernig lífið hefur leikið okkur. Ekki má gleyma genasamsetningunni og allri reynslu, skólagöngu, fjölskyldu, vinum og samfélaginu.

Má minnka kröfurnar?

Í þessum fyrirlestri fjallar Elva Dögg um persónulega reynslu af kvíða og fullkomnunaráráttu. Hún fer yfir það hvers vegna mikilvægt sé að lækka kröfurnar til þess að geta notið lífsins betur. Ásamt því fer hún yfir leiðir til þess að takast á við kröfurnar í samfélaginu og hvernig hægt er að minnka pressuna sem við setjum oft á okkur sjálf.