Fyrirlestrar – fyrirtaeki

Eflum þrautseigju

Af hverju gefast sumir upp á undan öðrum? Er það skortur á sjálfsaga, sjálfstrausti eða trú á eigin getu? Hefur það eitthvað með persónuleika okkar að gera? Uppeldið hefur sannarlega mikil áhrif og hvernig lífið hefur leikið okkur. Ekki má gleyma genasamsetningunni og allri reynslu, skólagöngu, fjölskyldu, vinum og samfélaginu.

Má minnka kröfurnar?

Í þessum fyrirlestri fjallar Elva Dögg um persónulega reynslu af kvíða og fullkomnunaráráttu. Hún fer yfir það hvers vegna mikilvægt sé að lækka kröfurnar til þess að geta notið lífsins betur. Ásamt því fer hún yfir leiðir til þess að takast á við kröfurnar í samfélaginu og hvernig hægt er að minnka pressuna sem við setjum oft á okkur sjálf.