Eltu drauminn þinn – Hvatning til að rækta ástríðu þína

Flestir þekkja einstaklinga í sínu lífi sem eru alltaf að setja sér markmið og ná þeim. Þeir virðast keyrast áfram af endlausum drifkraft og vinnusemi. Hvað er það sem gerir suma einstaklinga góða í að ná markmiðum sínum og upplifa draumana sína? Hvernig er best að setja sér markmið? Hvaða markmið á ég að setja mér? Afhverju ætti ég að setja mér markmið yfir höfuð?

Í þessum fyrirlestri er farið í það að svara öllum þessum spurningum og fleirum. Einnig er kafað ofan í það sem stoppar marga í að ná markmiðum sínum og hvernig hægt er að komast hjá því.

Fyrirlesarinn Magnús Jóhann er með BS gráðu í sálfræði, starfar sem einkaþjálfari, er íslandsmeistari í borðtennis og einstaklega metnaðarfullur. Hér talar hann um þessi mál á opinn hátt með persónulegum sögum og fer yfir það hvernig hægt sé að sigrast á þessum algengu vandamálum. Fyrirlesturinn hentar unglingum, ungmennum og ungum fullorðnum einstaklega vel sem vilja innspýtingu í líf sitt og hvatningu til að elta drauma sína.

Fyrirlesari er: Magnús Jóhann Hjartarson

Fyrir nánari upplýsignar og bókanir hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða í gegnum netfangið kvan@kvan.is

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.