100 atriði um golf sem enginn sagði þér frá

Dagsetning:

5. mars 2024, 19:30 - 5. mars 2024, 22:00

Staðsetning

KVAN, Kópavogur

Deila:
Bæta við í dagatal
Námskeið með Margeiri Vilhjálmssyni, þriðjudaginn 5. mars kl. 19:30-22:00

Golfsiðir, leikhraði, umgengni og fleiri atriði sem gera þig betri í golfi án þess að sveifla kylfunni.

Líður þér illa á golfvellinum og hefur stöðugar áhyggjur af þeim sem eru að spila á eftir þér? Andarðu inn eða út í baksveiflunni eða heldurðu bara í þér andanum af spenningi? Hvernig er best pakka fyrir golfferð. Er betra að nota bleikan bolta en hvítan?

Hvernig er best að lækka forgjöfina hratt?

Komdu á  golfnámskeið – Leiðin að betra skori!

Skipulag

Þetta er 2,5 klukkustunda námskeið þann 5. mars frá kl. 19:30-22:00. Námskeiðið fer fram í sal okkar að Hábraut 1a í Kópavogi.

Verð

14.900 kr. á þátttakanda. 

Þjálfari námskeiðsins

Þjálfari er Margeir Vilhjálmsson PGA golfkennari og golfvallafræðingur.  Margeir hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu af golfi. Margeir hefur stýrt tveimur stærstu golfklúbbum landsins, haft umsjón með skipulagningu stórmótum í golfi bæði hérlendis og erlendis og þjálfað fjölda kylfinga.

Við bjóðum fyrirtækjum, golfhópum og golfklúbbum að halda sér námskeið þar sem efnistök eru sniðin utan um áskoranir þess hóps sem sækir námskeiðið. Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.