Að brjótast út úr feimninni og trúa á eigin getu
Dagsetning:
27. mars 2023, 20:00 - 27. mars 2023, 21:15
KVAN býður nú upp á röð opinna fyrirlestra. Fyrirlestrarnir eru í u.þ.b. 60 mínútur og verða haldnir í sal okkar að Hábraut 1a, 200 Kópavogi. Takmarkað sætaframboð er á hvern fyrirlestur og því er um að gera að skrá sig strax.
Mánudaginn 27. mars klukkan 20:00
Við höfum flest upplifað það einhverntíman á ævinni að finna fyrir feimni og er það fullkomlega eðlilegt í vissum aðstæðum. Þegar feimnin er hinsvegar farin að hamla okkur í daglegu lífi þá er það alvarlegra mál. Hvaða áhrif hefur það á okkur að alast upp sem feimin börn og fá mögulega aldrei tækifæri á að þjálfa okkur í því að vera félagslega sterkir einstaklingar?
Öll höfum við leiðtogahæfileika sem hægt er að móta og þjálfa. Það er hægt að vera jákvæður leiðtogi og neikvæður leiðtogi.
Þessi fyrirlestur fjallar helst um styrkleika, kvíða, trú á eigin getu, þægindarammann, feimni og leiðtogafærni en einnig farið inn á samskipti okkar við aðra.
Fyrirlesturinn er byggður upp út frá reynslusögu þjálfara í hennar tómstundum sem barn og unglingur í handbolta, tónlist og dansi. Hann hentar því einstaklega vel fyrir foreldra, unglinga, ungmenni og allt það fagfólk sem vinnur með börnum og ungmennum á t.d. leikskóla, í grunnskóla, frístund, félagsmiðstöðvum, íþróttum og öðrum tómstundum.
Fyrirlesari
Ingveldur Gröndal er fyrirlesari kvöldsins.
Verð
2.900 kr.