Að nýta „blá rými“ náttúrunnar í námi og lífi
Dagsetning:
17. ágúst 2023, 13:00 - 17. ágúst 2023, 16:00
Staðsetning
,
17. ágúst klukkan 13:00-16:00
Að nýta „blá rými“ náttúrunnar í námi og lífi
Rannsóknir sýna að náttúran hefur lækningarmátt. Náttúran í kringum okkur getur stuðlað að almennri heilsu og vellíðan og blátt rými í bæði þéttbýli og dreifbýli eykur enn frekar og víkkar vitsmunalega, tilfinningalega, sálræna, félagslega, líkamlega og andlegan ávinning.
„Blue Mind“, er vægt hugleiðsluástand sem einkennist af ró, friðsæld, einingu og tilfinningu um almenna hamingju og ánægju með lífið í augnablikinu.
Á þessari vinnustofu mun Dr. Mark Leather fara yfir það sem styður ávinning útikennslu og bendir á og kennir nokkrar aðgerðir sem eru einfaldar og auðveldar í notkun. Sem þjóð sem búsett er á eyju höfum við persónulega og menningarlega tengingu við Atlantshafið sem auðvelt er að nýta á gagnlegan og skemmtilegan hátt í kennslu með börnum og unglingum.
Vinnustofan er önnur af tveimur vinnustofum sem Mark heldur þann 17. ágúst. Vinnustofurnar eru unnar í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands en Dr. Mark Leather er núna gestaprófessor við Menntavísindasvið. Hægt er að skoða hina vinnustofuna hér: https://kvan.is/events/inngangur-ad-utikennslu/
Fyrir hverja
Kennara í skólum á öllum skólastigum, starfsmenn í félagsmiðstöðvum, frístundastarfi, þjálfarar, tómstunda- og félagsmálafræðinga, iðjuþjálfa, náms- og starfsráðgjafar og annað fagfólk sem vilja kynnast eða dýpka þekkingu sína á aðferðum útináms.
Kennsla fer fram á ensku en umræður geta farið fram bæði á ensku og íslensku.
Skipulag
Vinnustofan er kennd í 3 klukkustundir frá kl. 13:00-16:00. Vinnustofan fer fram í sal hjá skristofum okkar að Sigtúni 42 í Reykjavík.
Verð
19.900 kr. á þátttakanda.
Þjálfari vinnustofunnar
Þjálfari á vinnustofunni er Dr. Mark Leather.
Mark er dósent í kennslu við háskólann í St. Mark og St John (Marjon), Plymouth og Devon á Bretlandi. Hann sérhæfir sig í útivistar- og upplifunaraðferðum við nám og kennslu og nýtur góðs alþjóðlegs orðspors fyrir fyrirlestra sína og greinaskrif á því sviði. Hann elskar hversu ríkt útivistarsamhengið er af tækifærum og upplifunum til menntunar – að byggja upp teymi, samskiptahæfni og þróa forvitni.
Mark hefur mikla reynslu af æðri menntun (grunnnámi, framhaldsnámi og rannsóknum), menntaskólakennslu, sem og í óformlegri menntun utandyra. Hann hefur gaman af fólki og stöðum, tengir fólk við sjálft sig, við aðra, við náttúruna og menningu sína. Mark kemur með leikandi nálgun við lærdóm og nám og telur að upplifun sé best þegar hún er skemmtileg, fagurfræðileg og innihaldsrík. Hans sanna ástríða snýst um fólk og ferla frekar en viðfangsefni og þekkingu.
Styrkir
- Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
- Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldinu.
- Fyrirtæki geta flest sótt styrk frá Starfsmenntunarsjóði fyrir allt að 90% af kostnaði fyrir alla starfsmenn sína. Sá styrkur er óháður inneign starfsmanna sjálfra í sjóðnum. Hægt er að sjá nánar á attin.is
Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í gegnum netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.