Að standast kröfurnar fyrir 13-15 ára

Dagsetning:

13. febrúar 2022, 18:00 - 3. apríl 2022, - 21:00

Deila:
Bæta við í dagatal

Hefst 13. febrúar, kennt á sunnudögum kl. 18:00-21:00

Öflugt námskeið sem aðstoðar þig við að takast á við eigin hugsanir, kröfur samfélagsins og þær áskoranir sem við tökumst á við þegar að við erum ung. Þú færð tækifæri til þess að líta inn á við og kanna hvort að þú gætir hugsanlega verið að setja of miklar kröfur á þig. Ertu mögulega að setja svo háar kröfur á þig að þú upplifir ekki mikla gleði þrátt fyrir að ná góðum árangri? Ertu kannski alveg að bugast undan þeirri pressu sem kemur úr öllum áttum, eða veistu ekki hvernig þú ættir með nokkru móti að geta lækkað kröfurnar á þig en samt staðið þig vel? Langar þig að líða vel en samt ná góðum árangri? Þá er þetta námskeið fyrir þig.

Fyrir hverja
Námskeiðið er ætlað unglingum í 8.-10. bekk sem vilja skara fram úr í námi, íþróttum og tómstundum, unglingum sem setja á sig miklar kröfur og finna fyrir pressu frá samfélaginu um að standa sig framúrskarandi vel. Þetta námskeið er ætlað þeim sem upplifa þörf fyrir að standa sig afburðar vel í því sem þau taka sér fyrir hendur en líða vel á sama tíma.

Hvað get ég lært
Þetta námskeið er sérstaklega miðað að unglingum sem eru að takst á við krefjandi hugsanir, kvíða og mögulega fullkomunaráráttu. Það er ætlað unglingum sem gengur vel í skóla og/eða tómstundum og vilja fá fleiri verkfæri til þess að takast á við krefjandi aðstæður og minnka streitu í sínu lífi. Það fylgja því áskoranir að vera ung manneskja í dag sem vill skara fram úr og ná langt. Hvað með að njóta þess að ná árangri? Árangur má ekki vera á kostnað andlegrar heilsu, ef við göngum á heilsuna verður árangurinn skammvinnur.

Meðal þess sem farið verður yfir eru mismunandi hliðar fullkomnunarárátta og hvernig hún getur hamlað okkur eða aðstoðað okkur í að ná árangri. Við skoðum samfélagið og hvernig það mótar okkur og hefur áhrif á hugsanir okkar. Við ræðum mistök, samanburð og samskeppni ásamt því að vinna æfingar í núvitund. Markmiðasetning og tímastjórnun eru líka hluti af námskeiðinu ásamt því verða gerðar æfingar í tengslum við styrkleika hvers og eins. Á námskeiðinu fá þátttakendur tækifæri á að deila eigin reynslu og heyra frá öðrum. Þeir fá heimaæfingar á milli tíma sem hjálpa til við að yfirfæra þekkinguna af námskeiðinu yfir í daglegt líf.

Skipulag
Námskeiðið er kennt í átta skipti, þrjár klst. í senn, einu sinni í viku. Þátttakendur fá stílabók og fleiri verkfæri til að nota á námskeiðinu og við áframhaldandi vinnu. Námskeiðin fara fram í sal okkar að Hábraut 1a, 200 Kópavogi.

Verð
88.000 kr.

Styrkir
Hægt er að nýta frístunda- og hvatastyrki sveitarfélaga upp í námskeiðsgjöld. Fyrir aðstoð við ráðstöfun þeirra styrkja þá endilega hafið samband við okkur í gegnum netfangið kvan@kvan.is

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.

Skráðu þig núna

Tegund viðburðar:

Að standast kröfurnar fyrir 13-15 ára, hefst 13. febrúar
20 Left:
Fjöldi
Einingarverð: 88.000 kr.
Fjöldi: Samtals: