Bekkjarstjórnun og foreldrasamskipti

Dagsetning:

3. febrúar 2025, 15:00 - 17. mars 2025, 17:00

Staðsetning

KVAN, Kópavogur

Deila:
Bæta við í dagatal

Hefst 3. febrúar. Kennt á mánudögum frá kl. 15:00 – 17:00

Nýtt námskeið hjá KVAN fyrir fagfólk

Námskeiðið er hagnýtt og er ætlað til að bregast við ákalli kennara og annars fagfólks í skólum. Áhersla er á verkfæri til að bæta bekkjarstjórnun og þar með líðan, námsárangur og bekkjaranda, ásamt skýrum verkferlum í öllum samskiptum og vinnu með foreldrum. Jákvæð foreldrasamskipti eru stór þáttur í starfi með börnum og ungmennum en reynist mörgu fagfólki áskorun og getur valdið áhyggjum og vanlíðan. Við viljum veita þátttakendum öflug verkfæri og valdefla þá í sínu starfi.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir kennara og annað fagfólk í leik- og grunnskólum. Þó að námskeiðið sé fremur skólamiðað getur það einnig nýst vel fagfólki á frístundaheimilum, íþróttaþjálfurum og öðrum sem starfa með börnum og ungmennum.

Fyrir þá sem hafa farið á Verkfærakistuna er þetta námskeið frábær viðbót. Þó að við mælum með Verkfærakistunni þá hentar námskeiðið einnig vel fyrir þá sem ekki hafa tekið það námskeið.

Hvað get ég lært

Að loknu námskeiði ættu þátttakendur að hafa öðlast aukið sjálfstraust, þekkingu og færni í að vinna með foreldrasamskipti og bekkjarstjórnun á jákvæðan og skýran hátt. Góð bekkjarstjórnun og jákvæð foreldrasamskipti stuðla að bættri líðan allra; starfsfólks, kennara, foreldra og ekki síst barnanna. Þessir þættir virka einnig sem forvörn gegn neikvæðum þáttum eins og einelti, samskiptavanda og annarri meiðandi hegðun.

Skipulag

Þetta opna námskeið samanstendur af fjórum skiptum, tvær klukkustundir í senn. Inn á milli tímanna prófa þátttakendur aðferðirnar í sínum hópi og fá stuðning og handleiðslu í næsta tíma á eftir. Námskeiðið er kennt á mánudögum klukkan 15:00-17:00 og fer kennsla fram í sal okkar að Hábraut 1a í Kópavogi. Kennt verður mánudagana 3. og 17. febrúar og 3. og 17. mars.

Skólar, félög og stofnanir geta bætt við allt að sex skiptum í viðbót. Í þeim skiptum er eftirfarandi tekið fyrir: Félags- og vináttufærniþjálfun í tvö skipti, að taka á erfiðum og flóknum málum í tvö skipti og bekkjarandavinna í tvö skipti. Hægt að setja upp sitt eigið námskeið og raða viðfangsefnum að eigin óskum, tvö til tíu skipti.

Þjálfari

Námskeiðið er í umsjá Ástu Kristjánsdóttur og Vöndu Sigurgeirsdóttur. Þjálfari á námskeiðinu er Ásta Kristjánsdóttir.

Verð

59.900 kr.

Styrkir

Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari uppslýsingar.

Skráðu þig núna

Tegund viðburðar: Fjöldi: Einingarverð:
Bekkjarstjórnun og foreldrasamskipti. 3. febrúar 2025
22 Left:
Fjöldi:
Einingarverð: 59.900 kr.

Skilaboð til KVAN

Fjöldi: Samtals: