Eftir hverju ertu að bíða?
Dagsetning:
11. janúar 2023, 19:00 - 25. janúar 2023, 21:30
Staðsetning
KVAN, Kópavogur
Hefst 11. janúar. Kennt á miðvikudögum kl. 19:00 – 21:30
Eftir hverju ertu að bíða? Nýtt upphaf! Nýtt ár hjá ÞÉR!
Hvert liggur leiðin í upphafi árs? Ætlarðu að hjakka í sama farinu, sífellt að fresta og láta óttann stjórna þér? Eða slíta af þér fjötrana og kveikja ljós í lífi þínu?
Ef þú vilt persónulegar breytingar; heima, á vinnustaðnum, í vinahópnum þarftu að leggja af stað með því að FRAMKVÆMA, vera leiðtogi lífs þíns. Ekki bíða eftir að draumarnir banki uppá. Þú sækir þá!
Eftirsjá bítur marga í rassinn á gamalsaldri. ,,Ég vild‘ ég hefði, ég vild‘ ég hefði.“ Settu í fluggír og sinntu litlu hlutunum dags daglega. Þeir breyta lífi þínu.
Námskeiðið felst í sjálfsskoðun, markmiðasetningu, viðhorfsbreytingu, lestri bóka, heimaleikfimi og hugrekki í því að skora sjálfan sig á hólm. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla fullorðna eintaklinga. Hvað viltu raunverulega fá út úr lífinu?
Skipulag
Námskeiðið stendur yfir í 3 vikur. Kennt verður miðvikudagana 11., 18. og 25 janúar 2023 frá kl. 19:00-21:30. Námskeiðið er kennt í sal okkar að Hábraut 1a, 200 Kópavogi.
Þjálfari námskeiðsins
Þorgrímur Þráinsson er kennari námskeiðsins en hann hefur hefur haldið fyrirlestra fyrir afrekshópa, fyrirtæki, nemendur og skólastjórnendur árum saman.
Verð
58.000 kr.
Styrkir
- Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
- Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum að halda sér námskeið fyrir hvern og einn vinnustað þar sem efnistök eru sniðin utan um áskoranir þess hóps sem sækir námskeiðið.
Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.