Foreldrasamskipti – Opin vinnustofa
Verkfæri til aukins öryggis í foreldrasamskiptum
Dagsetning:
8. september 2025, 16:00 - 8. september 2025, 18:00
Staðsetning
KVAN, Reykjavík
Frábær opin vinnustofa sem hentað gæti öllum fagaðilum sem starfa með börnum og ungmennum.
Mánudaginn 8. september kl. 16:00-18:00
Góð og jákvæð foreldrasamskipti er ein af forsendum góðs frístunda- og skólastarfs og stuðlar að ánægju og vellíðan þátttakanda, nemenda og starfsfólks. Kennarar, þjálfarar og annað fagfólk sem vinnur með börnum eru að takast á við flókin foreldrasamskipti í sínu starfi. Jákvæð foreldrasamskipti stuðla að bættri líðan allra; starfsfólks, kennara, foreldra og ekki síst barnanna. Það getur reynst mikil áskorun og verið krefjandi en um leið lærdómsríkt ef við höfum réttu verkfærin.
Á vinnustofunni munum við fara yfir hvernig hægt er að byggja upp jákvæð samskipti, stilla saman strengi og ræða saman hvaða þætti ber að hafa í huga.
Skipulag
Þetta er tveggja klukkustunda vinnustofa þann 14. apríl frá kl. 16:00-18:00. Kennt verður í sal okkar að Hábraut 1a í Kópavogi.
Verð
16.900 kr. á þátttakanda. Athugið að takmarkað sætaframboð er á vinnustofuna
Þjálfari vinnustofunnar
Þjálfari vinnustofunnar er Ásta Kristjánsdóttir. Ásta er hönnuður og þjálfari námskeiðsins bekkjarstjórnun og foreldrasamskipti sem hefur notið gríðarlegra vinsælda hjá KVAN.
Styrkir
- Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
- Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldinu.
- Fyrirtæki geta flest sótt styrk frá Starfsmenntunarsjóði fyrir allt að 90% af kostnaði fyrir alla starfsmenn sína. Sá styrkur er óháður inneign starfsmanna sjálfra í sjóðnum. Hægt er að sjá nánar á attin.is
Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum að halda sér námskeið fyrir hvern og einn vinnustað þar sem efnistök eru sniðin utan um áskoranir þess hóps sem sækir námskeiðið.
Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.