Framkoma á eigin forsendum – Námskeið UngÖBÍ og KVAN

Dagsetning:

13. nóvember 2024, 19:00 - 27. nóvember 2024, 21:00

Staðsetning

Mannréttindarhúsið, Reykjavík

Deila:
Bæta við í dagatal

Hefst 13. nóvember, kennt á miðvikudögum kl. 19:00-21:00
UngÖBÍ og KVAN bjóða í samstarfi upp á námskeið fyrir félagsfólk aðildafélaga ÖBÍ réttindasamtaka. Námskeiðið er sérhannað og skipulagt af KVAN en starfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins hafa mikla menntun og áralanga reynslu í námskeiðahaldi. Á námskeiðinu geta þátttakendur öðlast verkfæri til að auka sjálfstraust og hugrekki, bæta framkomu sína og hæfni í að tala við annað fólk, áhrifarík samskipti og að nýta styrkleika sína.

Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir 18-35 ára einstaklinga úr aðildarfélögum ÖBÍ.

Hvað græði ég á að sækja námskeiðið?
Eftir námskeiðið ættu þátttakendur að geta fundið aukið sjálfstraust, hugrekki og jafnvægi. Við styrkjum sjálfstraustið og trú á eigin getu ásamt því að finna leiðir til að vera í meira jafnvægi sem nýtist okkur vel þegar takast þarf á við breytingar hvort sem það er á starfsvettvangi eða lífinu sjálfu. Þátttakendur geta lært að finna leið til að hámarka árangur sinn sem nýst getur í leik og eða starfi. Námskeiðið er sniðið fyrir þá sem vilja styrkja sig í einkalífi, skóla, á atvinnumarkaði eða annars staðar.

Hér að neðan má sjá nokkra þeirra efnisþátta sem farið verður yfir á námskeiðinu.

Sjálfstraust og hugrekki
Við förum saman yfir þægindarsvæði okkar og skoðum þá þætti sem hafa áhrif á sjálfstraust okkar í samskiptum og framkomu. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að hvert og eitt okkar er ólíkt, með mismunandi hæfni á ýmsum sviðum og setjum okkur raunhæf verkefni við að ögra okkur og fara út fyrir þægindasvæðið. Við skoðum hvað það er sem er að hindra okkur í að ná því sem okkur langar til, segja það sem við viljum segja og gera það sem okkur virkilega langar til að gera. Saman ætlum við að finna leiðir til að komast fram hjá þessum hindrunum.

Kynningartækni og framkoma
Við kennum aðferðir til að auka hæfni og getu í að koma fram. Hvort sem það er til þess að kynna t.d. verkefni eða hugmyndir á áhrifaríkan, skemmtilegan og hvetjandi hátt eða einfaldlega að taka þátt í samræðum við annað fólk. Saman förum við yfir þá hluti sem mikilvægt er að framkvæma og einnig að sleppa því að gera.

Samskipti 
Við eigum í alls kyns samskiptum. Samskipti eru grunnurinn að mörgu og saman skoðum við hvar styrkleikar okkar liggja og hvað megi bæta. Við kennum þátttakendum aðferðarfræði sem að hjálpar þeim að þróa með sér enn betri samskiptafærni með áherslu á jákvæð samskipti.

Styrkleikamiðuð nálgun
Við munum læra að nýta styrkleika okkar í lífinu. Rannsóknir sýna að með því að veita styrkleikum þínum athygli þá geta líkurnar á árangri margfaldast. Við skoðum saman hvar styrkleikar okkar liggja og hvernig við getum hámarkað nýtingu styrkleika okkar.

Skipulag
Námskeiðið er kennt í 3 skipti, á miðvikudögum í 2 klst. í senn. Námskeiðið hefst þann 13. nóvember og lýkur þann 27. nóvember. Kennt verður dagana 13. 20. og 27. nóvember. Námskeiðið fer fram í Marréttindahúsinu, húsnæði ÖBÍ að Sigtúni 42, 105 Reykjavík.

Þjálfari námskeiðsins
Hjördís Ýr Johnson verður þjálfari námskeiðsins.

Þar sem ÖBÍ réttindasamtök niðurgreiðir langstærstan hluta kostnaðar er skráningargjald aðeins 2.500 krónur á þátttakanda.

 

Skráðu þig núna

Tegund viðburðar: Fjöldi: Einingarverð:
ÖBÍ og KVAN
20 Left:
Fjöldi:
Einingarverð: 2.500 kr.

Skilaboð til KVAN

Fjöldi: Samtals: