Golffræðslukvöld fyrir félagsmenn í Golfklúbbi Öndverðarness

Dagsetning:

26. febrúar 2025, 19:00 - 26. febrúar 2025, 21:00

Staðsetning

KVAN, Kópavogur

Deila:
Bæta við í dagatal
Golffræðslukvöld fyrir félagsmenn í Golfklúbbi Öndverðarness. Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri klúbbsins fer yfir 100 atriði í golfi, sum hver sem þið hafið aldrei heyrt um.

Golfsiðir, leikhraði, umgengni og fleiri atriði sem gera þig betri í golfi án þess að sveifla kylfunni.

Líður þér illa á golfvellinum og hefur stöðugar áhyggjur af þeim sem eru að spila á eftir þér? Andarðu inn eða út í baksveiflunni eða heldurðu bara í þér andanum af spenningi? Hvernig er best pakka fyrir golfferð. Er betra að nota bleikan bolta en hvítan?

Hvernig er best að lækka forgjöfina hratt?

Skipulag

Þetta er 2 klukkustunda fræðslukvöld frá kl. 19:00-21:00. Hægt er að velja um tvær mismunandi dagsetningar, þann 26. febrúar og 5. mars. Fræðslukvöldið fer fram í sal KVAN að Hábraut 1a í Kópavogi.

Athugið – Fullt er orðið á fræðslukvöldið 26. febrúar. Nokkur sæti laus þann 5. mars.

Verð

Viðburðurinn er í boði Golfklúbbs Öndverðarness. Athugið að takmarkaður fjöldi sæta er á hvort fræðslukvöldið eða 24 sæti.

 

Því miður, það eru engin laus sæti!

Skráðu þig á biðlista og við látum þig vita ef sæti losna eða við bætum við námskeiði