Golfskóli / æfingabúðir á Tenerife

Æfðu þig við frábærar aðstæður í sól og blíðu

Dagsetning:

september 27, 2024 10:00 - október 1, 2024 11:00

Staðsetning

Golfskóli á Tenerife,

Deila:
Bæta við í dagatal

Golfskóli / æfingabúðir með Margeiri Vilhjálmssyni á Tenerife

KVAN Travel og Margeir Vilhjálsson PGA golfkennari bjóða upp á golfskóla/æfingabúðir á Tenerife haustið 2024. Golfskólinn stendur yfir í 5 daga þar sem kennt er alla daga í 60 mínútur í verklegri þjálfun auk eins 120 mínútna fyrirlesturs. Kennslan fer fram á Los Lagos golfvellinum sem er staðsettur á frábærum stað á Golf Costa Adeje. Engin krafa eru að vera í ferð á vegum KVAN Travel svo golfskólinn hentar vel fyrir öll þau sem eru á leið í frí, eru í fríi eða jafnvel búsett á svæðinu. Kennslan hentar öllum þeim sem vilja bæta sig í golfi, á hvaða getustigi sem fólk er.

Í boði eru 3 mismunandi tímabil í golfskólanum. Kennt frá kl. 10-11 / 11-12. Einungis 8 þátttakendur eru í hverjum golfskóla en hægt er að kaupa fyrirlesturinn einan og sér.

Hægt er að velja tímabil hér að neðan.

Þjálfari námskeiðsins

Þjálfari er Margeir Vilhjálmsson PGA golfkennari og golfvallafræðingur.  Margeir hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu af golfi. Margeir hefur stýrt tveimur stærstu golfklúbbum landsins, haft umsjón með skipulagningu á stórmótum í golfi bæði hérlendis og erlendis og þjálfað fjölda kylfinga.

Verð

Verð fyrir golfskólann á Tenerife er 50.000 kr á þátttakanda. Innifalið í verði er 5 x 60 mínútna verkleg kennsla, 120 mínútna fyrirlestur, kennslubók og fræðsla í gegnum netmiðla.

Aukavörur

Einnig er í boði að kaupa golfhringi á Los Lagos golfvellinum, en gerðar eru kröfur um að leikmenn hafi skráða forgjöf og séu meðlimir í golfklúbbi. Vallargjald er frá kr. 7.000 með golfbíl fyrir einstakling.

Einka/Parakennsla hjá Margeiri eftir hádegi. Verð 45 mín kr. 15.000.

Getum einnig útvegað rástímum á 18 holu Adeje golfvellinum.

 

Tímabil golfskólans á Tenerife haustið 2024 eru:

  • 27. september – 1. október (kennt 27., 28., 29., og 30. sept. og 1.okt. kl. 10-11 eða 11-12)
  • 26. október – 1. nóvember (kennt 26., 28., 29. og 30. okt. og 1. nóv. kl. 10-11 eða 11-12)
  • 9. – 15. nóvember (kennt 9., 10., 11., 12. og 15. nóv. kl. 10-11 eða 11-12)

Fleiri dagsetningar í boði fyrir 8-20 manna hópa – hafið samband!

 

Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband við okkur hjá KVAN Travel í síma 519-3040 eða í gegnum netfangið maddi@kvan.is

Kær kveðja,
Starfsfólk KVAN Travel

 

Sorry, this event is expired and no longer available.