Horft til framtíðar með KVAN

Dagsetning:

21. janúar 2025, 19:00 - 21. janúar 2025, 21:00

Staðsetning

KVAN, Kópavogur

Deila:
Bæta við í dagatal

Vinnustofa með Ingveldi Gröndal, þriðjudagskvöldið 21. janúar kl. 19:00-21:00

Horft til framtíðar með KVAN

Vantar þig skýrari stefnu í lífinu? Það krefst hugrekkis að láta sig dreyma stórt. Við erum aldrei of gömul til að leika okkur og föndra. Það er hollt og gott fyrir sálina að rækta okkar skapandi hliðar.

Heppnisheilkennið (e.Lucky girl syndrome), manifest og innblástur verður þema kvöldsins. Farið verður yfir þessi skemmtilegu hugtök og hvernig við getum tileinkað okkur þau með léttleikann að leiðarljósi. Ásamt því verður skoðað hvernig við getum þorað að láta okkur dreyma stórt, hvað hægt sé að gera til þess að láta drauma okkar rætast og öll þau mikilvægu atriði í markmiðasetningu sem vert er að huga að til að lifa okkar lífi lifandi. Hvort sem þig langar að skoða eingöngu árið 2025 eða horfa lengra til framtíðar þá er þessi vinnustofa kjörin til þess.

Þú getur bæði mætt á þessa vinnustofu ein/n/tt í ró og næði eða jafnvel fengið maka, vini, vinahópinn eða fjölskyldumeðlimi til þess að skoða þetta með þér. Öll hjartanlega velkomin!

Megið þið heyra allt sem þið þurfið að heyra og sjá allt sem þið þurfið að sjá… hér og nú.

Skipulag
Vinnustofan verður haldin í sal okkar að Hábraut 1a í Kópavogi þriðjudagskvöldið 21. janúar frá klukkan 19:00-21:00. Þátttakendur fá KVAN bók í hendurnar með spurningum og verkfærum sem þjálfari leiðir hópinn áfram í. Föndrað verður með úrklippum, pennum og litum í bókina. Boðið verður upp á létt snarl og skálað í Töst!

Hægt er að kaupa vinnustofuna sem gjafabréf, tilvalin aðventugjöf eða jólagjöf sem endist vel og varðveitist!

Verð
Verð fyrir vinnustofuna er aðeins 4.900 kr.

Þjálfari
Ingveldur Gröndal heldur utan um vinnustofuna. Ingveldur er tómstunda- og félagsmálafræðingur sem hefur þjálfað hin ýmsu námskeið hjá KVAN í mörg ár auk þess að halda fyrirlestra og vinnustofur.

 

Skráðu þig núna

Tegund viðburðar: Fjöldi: Einingarverð:
Horft til framtíðar
30 Left:
Fjöldi:
Einingarverð: 4.900 kr.

Skilaboð til KVAN

Fjöldi: Samtals: