Hvernig á að halda góðar kynningar?

Dagsetning:

10. október 2023, 19:00 - 10. október 2023, 22:00

Staðsetning

KVAN, Kópavogur

Deila:
Bæta við í dagatal

Vinnustofa um hvernig hægt er að halda góðar kynningar. þriðjudaginn 10. október kl. 19:00-22:00. 

Niðurstöður margra kannana segja að það sem fólk hræðist og óttast hvað mest sé að standa upp á sviði og vera með ræðu. Margir forðast kynningar og missa hugsanlega af einhverjum tækifærum í kjölfarið.
Kynningartækni er hægt að þjálfa upp og vinna í, og auðvitað er mikilvægt að fá tæki og tól til þess að minnka stress, auka öryggi upp á sviði og gera kynninguna eftirminnilega og góða.
Anna Steinsen hefur gífurlega reynslu af því að halda kynningar og hefur haldið yfir 1000 ræður/kynningar á síðustu árum ásamt því að þjálfa ótal námskeið í kynningartækni.
Vinnustofan um kynningartækni er fyrir alla þá sem vilja auka hæfni sína og getu við að kynna t.d. verkefni, hugmyndir og stefnu fyrirtækja á áhrifaríkan, skemmtilegan, hvetjandi og faglegan máta. Hentar öllum sem vilja bæta sig í því að koma fram. 

Skipulag

Þetta er þriggja klukkustunda vinnustofa þann 10. október frá kl. 19:00-22:00. Þátttakendur eru virkir þátttakendur í vinnusofunni.

Verð

19.900 kr. á þátttakanda. 

Þjálfari vinnustofunnar

Þjálfari vinnustofunnar er Anna Steinsen. 

Styrkir

  • Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
  • Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldinu.
  • Fyrirtæki geta flest sótt styrk frá Starfsmenntunarsjóði fyrir allt að 90% af kostnaði fyrir alla starfsmenn sína. Sá styrkur er óháður inneign starfsmanna sjálfra í sjóðnum. Hægt er að sjá nánar á attin.is

Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum að halda sér námskeið fyrir hvern og einn vinnustað þar sem efnistök eru sniðin utan um áskoranir þess hóps sem sækir námskeiðið.

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.