Keyrum þetta í gang! – fræðsludagur kennara 16. ágúst
Dagsetning:
16. ágúst 2024, 09:00 - 16. ágúst 2024, 15:30
Staðsetning
Valsheimili Hlíðarenda, Reykjavík
Keyrum þetta í gang! Góð verkfæri og farsæld inn í veturinn
16. ágúst frá kl. 09:00-15:30 í veislusal Valsheimilinu Hlíðarenda
KVAN býður upp á fræðsludag fyrir kennara, stjórnendur og starfsmenn skóla föstudaginn 16. ágúst í veislusal í Valsheimilinu Hlíðarenda. Dagskráin er hönnuð í samstarfi við starfsfólk skóla eftir þarfagreiningu á því efni sem talið er mikilvægt að ræða fyrir komandi skólaár.
Sérfræðingar frá KVAN, þær Anna Steinsen, Ásta Kristjánsdóttir og Vanda Sigurgeirsdóttir munu halda utan um dagskrána auk virkri þátttöku þátttakenda á fræðsludeginum. Dagskráin hefst klukkan 09:30 og lýkur formlega klukkan 15:30. Inn í dagskrá er kaffi, hádegisverður og léttar veitingar og gleði að dagskrá lokinni.
Takmarkað sætapláss er á viðburðinn svo bókaðu þitt sæti strax í dag.
Verð 19.900 kr.
Dagskrá fræðsludagins:
09:00 Kennarinn sem leiðtogi – Anna Steinsen
09:45 Bekkjarstjórnun og agamál – Ásta Kristjánsdóttir
10:30 Kaffi
10:45 Hvernig kennum við félagsfærni, samkennd og samvinnu – Vanda Sigurgeirsdóttir
11:30 Samvinnuleikir, leið til að búa til sterka hópa og liðsheild
12:00 Hádegismatur
12:30 Kynning á framboði KVAN og KVAN Travel
12:45 Foreldrasamskipti – Ásta Kristjánsdóttir
13:30 Hvernig eflum við innri áhugahvöt nemenda – Vanda Sigurgeirsdóttir
14:15 Skiptumst á skoðunum
14:45 Að sýna mér mildi. Vellíðan og heilsa kennara – Anna Steinsen
15:30 Gleði, lifandi tónlist og léttar veitingar
Hlökkum til að sjá ykkur!
Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari uppslýsingar.