Kíkt á árið með KVAN
Dagsetning:
7. janúar 2025, 19:00 - 7. janúar 2025, 21:00
Staðsetning
KVAN, Kópavogur
Vinnustofa með Ingveldi Gröndal, þriðjudagskvöldið 7. janúar kl.19:00-21:00
Kíkt á árið með KVAN
Enn eitt árið er nú á leið í reynslubankann. Oft á tíðum líða dagar, nætur, vikur, mánuðir og ár án þess að við gefum okkur tíma í að staldra við og skoða hvað gerðist eiginlega?
Ígrundun vil gjarnan gleymast í leik og starfi en getur verið dýrmætur partur af ferðalagi okkar í gegnum lífið. Það að líta yfir árið á alla þá atburði, viðburði og minningar sem sköpuðust gefst okkur tækifæri á bæði að festa þær í sessi en á sama tíma að kveðja það sem við viljum loka á og ljúka. Rannsóknir sýna að það að ígrunda í hóp hefur jákvæð áhrif á okkur og við lærum einnig oft eitthvað nýtt af náunganum. Ígrundun eflir gagnrýna hugsun og hjálpar til við að öðlast betra innsæi.
Þú getur mætt á þessa vinnustofu ein/n/tt í ró og næði eða jafnvel fengið maka, vini, vinahópinn eða fjölskyldumeðlimi til þess að skoða þetta með þér. Öll hjartanlega velkomin!
Við ætlum að kíkja á, knúsa og kveðja árið 2024.
Skipulag
Vinnustofan verður haldin í sal okkar að Hábraut 1a í Kópavogi þriðjudagskvöldið 7. janúar frá klukkan 19:00-21:00. Þátttakendur fá KVAN bók í hendurnar með ígrundunar spurningum og verkfærum sem þjálfari leiðir hópinn áfram í. Boðið verður upp á létt snarl og skálað í Töst!
Hægt er að kaupa vinnustofuna sem gjafabréf, tilvalin aðventugjöf eða jólagjöf sem endist vel og varðveitist!
Verð
Verð fyrir vinnustofuna er aðeins 4.900 kr.
Þjálfari
Ingveldur Gröndal heldur utan um vinnustofuna. Ingveldur er tómstunda- og félagsmálafræðingur sem hefur þjálfað hin ýmsu námskeið hjá KVAN í mörg ár auk þess að halda fyrirlestra og vinnustofur.
Nú árið er (næstum) liðið!
Við ætlum að fara af stað saman inn í nýtt ár með okkar gildi að leiðarljósi. Sama hvort kraftur eða sjálfsmildi sé í fyrsta sæti hjá þér þá skoðum við þetta saman.
Tvær vinnustofur verða í janúar. Sú fyrri er ætluð sem ígrundun á 2024, litið er yfir farinn veg og verður þriðjudagskvöldið 7.janúar kl.19:00-21:00. Seinni vinnustofan er tveimur vikum síðar og er hugsuð sem framhalds vinnustofa þar sem árið og framtíðin verða kortlögð þriðjudagskvöldið 21.janúar kl.19:00-21:00.