KVAN fyrir 16-19 ára
Dagsetning:
31. janúar 2024, 19:00 - 27. mars 2024, 22:00
Staðsetning
KVAN, Kópavogur
Hefst 31. janúar, kennt á miðvikudögum kl. 19:00-22:00
Skemmtilegt og uppbyggilegt námskeið sem aðstoðar þig við að takast á við aukinn hraða, álag, kröfur og þær félagslegu aðstæður sem ungt fólk stendur frammi fyrir í dag. Vilt þú verkfæri til að auka sjálfstraust þitt og hugrekki til að þora að standa á eigin skoðunum, bæta samskipti og leiðtogahæfni sem og læra að setja þér markmið og fylgja þeim?
Fyrir hverja
KVAN fyrir 16-19 ára er fyrir ungt fólk hvort sem það er í menntaskóla, vinnu eða öðru og hafa áhuga á því að efla sig í námi, íþróttum, tónlist eða almennt í lífinu.
Hvað get ég lært
Á námskeiði KVAN ættir þú að geta fundið aukinn kraft, meira jafnvægi og aukið sjálfstraust. Við kennum árangursríka markmiðasetningu og við hjálpum þér að fá yfirsýn yfir lykilþættina í þínu lífi og halda utan um öll þín markmið. Við notum viðurkenndar aðferðir til þess að finna út þína helstu styrkleika og hjálpum þér að læra og skilja hvernig þú getur nýtt þá. Með því að vinna út frá styrkleikum hvers og eins eykst sjálfstraustið og viðhorfið verður allt annað og betra. Við þjálfum þig í að tala fyrir framan hóp af fólki og kennum þér einfaldar og áhrifaríkar reglur í tjáningu. Við förum í gegnum samskiptin í okkar lífi og fáum tækifæri til þess að þróa leiðtogahæfni og laða fram það besta í okkur sjálfum sem og öðrum og bætum þannig árangur okkar. Að loknu námskeiði getur þú komið auga á þína eigin kosti. Með því að styrkja sjálfstraustið ertu meðvitaðari um eigin heilsu og hefur nú verkfæri til þess að láta ekki kvíða, álag eða streitu ná tökum á þér. Þú munt kunna leiðir til að sjá lausnir en ekki vandamál, geta sett þér mörk og hvernig á að vinna í hópum. Þú munt fá tækifæri til að vera besta útgáfan af sjálfum þér.
Skipulag
Námskeiðið er kennt í 8 skipti, 3 klst. í senn, einu sinni í viku. Síðasti tíminn er eftirfylgni sem haldinn er tveimur vikum eftir 7. tíma. Þátttakendur fá handbók og fleiri verkfæri til að nota á námskeiðinu og við áframhaldandi vinnu. Námskeiðin fara fram í sal okkar að Hábraut 1a, 200 Kópavogi.
Verð
94.000 kr.
Styrkir
Ef þátttakendur eru 18 ára eða yngri er hægt að nýta frístunda- og hvatastyrki sveitarfélaga upp í námskeiðsgjöld. Fyrir aðstoð við ráðstöfun þeirra styrkja þá endilega hafið samband við okkur í gegnum netfangið kvan@kvan.is. Þeir sem greiða í stéttarfélag geta sótt um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá sínu stéttarfélagi.
Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari uppslýsingar.
María Björk Guðmundsdóttir, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Ég vil fá að þakka fyrir þetta æðislega námskeið og hversu vel er haldið utan um það. Ég man hvað mér fannst vandræðalegt fyrstu tímana að segja til dæmis frá því skemmtilegasta sem gerðist í vikunni en samt náðist alltaf að koma einhverju upp úr okkur...
Lesa meira »Sólveig Hjörleifsdóttir, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Að vera á námskeiði hjá Boga var sem draumi líkast. Hann var leiðbeinandinn minn á 16-19 ára námskeiðinu hjá KVAN og verð ég bara að fá að hrósa honum fyrir vel unnið starf. Á honum sást hversu mikið honum þótti vænt um okkur þátttakendurna og...
Lesa meira »Hugrún Ylfa Ágústsdóttir, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Gunnar er svo mikill orkubolti og það er svo gaman að hlusta á hann. Hann er líka svo hlýr og með góða nærveru. Ég elska húmorinn hans og hvað hann er góður í að gleðja aðra. Gunnar er greinilega í rétta starfinu.
Lesa meira »Katla Pétursdóttir 16-19 ára námskeið KVAN
Gunnar er ótrúlega yfirvegaður í krefjandi aðstæðum, mjög skemmtilegur og fyndinn þjálfari. Hann nær svo svakalega vel til fólks og þeirra sem hann vinnur með. Gunnar á ótrúlega...
Lesa meira »Aron Daði Reynisson, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Jákvæð orka, kraftur og metnaður eru hlutir sem einkenna Söndru hvað best. Fyrir utan það að hafa þessa frábæru eiginleika er hún einnig ótrúlega almennileg og góðhjörtuð manneskja...
Lesa meira »Katla Pétursdóttir, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Gunnar er ótrúlega yfirvegaður í krefjandi aðstæðum, mjög skemmtilegur og fyndinn þjálfari. Hann nær svo svakalega vel til fólks og þeirra sem hann vinnur með. Gunnar á ótrúlega...
Lesa meira »Steinunn Glóey Höskuldsdóttir, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Gunnar er frábær þjálfari í alla staði. Hann nær að lesa aðstæður og persónuleika hvers og eins á frábæran hátt. Gunnar á auðvelt með að sjá styrkleika fólks og hrósar af mikilli einlægni
Lesa meira »Sara Gunnlaugsdóttir, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Ég verð að fá að skrifa smá meðmæli um hann Boga besta. Það eina sem að ég get sagt er að Bogi er engin venjulegur maður og enginn venjulegur kennari. Hann er með ofurkrafta.
Lesa meira »Arnar, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Ég var hjá Boga á námskeiði fyrir 16-19 ára og verð að segja að ég gæti ekki verið ánægðari með þjálfara. Bogi ýtti mér þægilega út fyrir þægindarammann minn og hvatti mig til að rífa mig upp og gera...
Lesa meira »Astrid Eyberg, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Ég gat ekki verið heppnari að fá Boga sem þjálfara á KVAN. Strax í fyrsta tímanum tók hann á móti öllum með ást og umhyggju sem varð bara meiri þegar á leið. Bogi er einlægur...
Lesa meira »Ingibjörg, móðir þátttakanda á KVAN 16-19
Drengurinn minn fór á sjálfstyrkingarnámskeið hjá KVAN, hann var alsæll og mjög áhugasamur á námskeiðinu. Honum fannst þetta mjög skemmtilegt eins og hann sjálfur orðaði það. Sonur minn er góður í mannlegum samskiptum og sterkur félagslega, það hefur samt sem áður verið ótrúlega
Lesa meira »Aron Daði Reynisson, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
“Ég var ekki viss með þetta námskeið í byrjun og hafði ekki miklar væntingar, þar til að ég áttaði mig á tilganginum með þessu námskeiði. Námskeiðið hjálpar þér að breyta hugsunarhátt þínum svo að þú sjálf/ur getur breytt þér í manneskjuna sem þú vilt vera. Þau hjá KVAN eru tilbúin..
Lesa meira »