KVAN fyrir fullorðna. Helgarnámskeið
Dagsetning:
26. nóvember 2021, 17:00 - 28. nóvember 2021, 17:00
Staðsetning
KVAN, Kópavogur
Helgina 26.-28. Nóvember.
Föstudag klukkan 17-20, laugardag og sunnudag klukkan 9-17.
Vilt þú finna kraftinn til þess að taka næsta skref? Vilt þú fá aukið sjálfstraust til þess að hámarka árangur þinn í námi, starfi og/eða einkalífi? Vilt þú verða markmiðadrifin(n) og ná aukinni einbeitingu í þínum verkefnum en á sama tíma ná að njóta augnabliksins. Viltu fá aðhald við að ná markmiðum þínum?
Fyrir hverja?
KVAN fyrir fullorðna er fyrir alla þá sem náð hafa 20 ára aldri og vilja efla hæfni og styrkleika sína til að takast á við verkefni á vinnumarkaði, í námi og/eða í einkalífi.
Hvað get ég lært?
Hér gefur að líta nokkra þeirra efnisþátta sem farið er í á námskeiðinu KVAN fyrir fullorðna.
Markmiðasetning og framtíðarsýn
Við kennum þér að setja þér skýra framtíðarsýn og markmið bæði fyrir sjálfa/n þig eða þitt vinnustaðateymi. Aðferðarfræðin sem við kennum eykur líkur á því að þín markmið náist og framtíðarýn þín verði að veruleika.
Styrkleikamiðuð nálgun
Á námskeiðinu tekur þú viðurkennt styrkleikapróf og við kennum þér að vinna út frá þínum styrkleikum bæði í starfi og einkalífi.
Rannsóknir sýna að með því að veita styrkleikum þínum og starfsmanna þinna athygli, þá sexfaldast líkurnar á því að starfsmenn verðir virkari í starfi. Þú tekur styrkleikapróf og við kennum þér að lesa út úr því og yfirfæra á starf þitt.
Samskipti
Við kennum þér að teikna upp samskiptakort, kortleggja þín samskipti í starfi og einkalífi.
Við kennum þér aðferðarfræði sem að hjálpar þér að þróa með þér enn betri samskiptafærni með áherslu á jákvæð samskipti.
Leiðtogahæfni
Við kennum þér aðferðarfræði jákvæðra leiðtoga og listina við að hafa áhrif á hóp fólks til þess að hjálpa þeim að ná settum markmiðum. Þetta getur til að mynda snúið að því að fá samstarfsfólk í að stefna að settu marki. Ekki síður snýr þetta að því að vera leiðtogi í eigin lífi og ná settum markmiðum þar.
Aðferðafræði markþjálfunar
Með markþjálfun hefur verið sýnt fram á hvernig hægt er að sækja þekkingu, viðhorf og eldmóð starfsmanna og nýta til góðra verka.
Við kennum þér aðferðarfræði markþjálfunar og sýnum þér hvernig þú getur nýtt þér hana í þínu starfi og einkalífi.
Hvatnig og hrós
Við kennum þér aðferðarfræði sem þú getur nýtt þér til að efla hæfileika þína í hvatningu og hrósi dags daglega.
Eftir námskeið hjá KVAN ættir þú að geta fundið aukinn kraft, meira jafnvægi og aukið sjálfstraust. Við þjálfum þig í að tala fyrir framan hóp af fólki og kennum þér einfaldar og áhrifaríkar reglur í tjáningu. Við styrkjum sjálfstraustið og trú á eigin getu ásamt því að finna leiðir til að vera í meira jafnvægi sem nýtist okkur vel þegar takast þarf á við breytingar hvort sem það er á starfsvettvangi eða lífinu sjálfu. Þú getur lært að finna leið til að vera besta mögulega útgáfan af þér sjálfri/sjálfum sem nýtist þér bæði í leik og starfi.
Skipulag
Námskeiðið er kennt helgina 26.-28. nóvember, klukkan 17-20 á föstudegi og 9-17 laugardag og sunnudag. Námskeiðið fer fram í sal okkar að Sigtúni 42, 105 Reykjavík.
Þjálfari
Þjálfari á námskeiðinu er Anna Steinsen.
Verð
89.900 kr.
Styrkir
- Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
- Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldinu.
- Fyrirtæki geta flest sótt styrk frá Starfsmenntunarsjóði fyrir allt að 90% af kostnaði fyrir alla starfsmenn sína. Sá styrkur er óháður inneign starfsmanna sjálfra í sjóðnum. Hægt er að sjá nánar á attin.is
Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is ef þörf er á nánari uppslýsingum.