Kvennaferð KVAN á Hótel Laugarbakka

Dagsetning:

15. október 2021, 19:00 - 17. október 2021, 12:00

Staðsetning

,

Deila:
Bæta við í dagatal

Kvennaferð KVAN á Hótel Laugarbakka, 15.-17. október

Markmið helgarinnar er að auka leiðtogahæfileika, minnka streitu, finna jafnvægi og auka jákvæðni.
Hlæja og hafa gaman ásamt því að borða góðan og heilsusamlegan mat. Njóta í botn!

Tengir þú við það að vera með marga bolta á lofti og vera oft á tíðum búin á því. Varstu búin að lofa því að setja þig í forgang? Hvernig væri þá að koma á kvennahelgi KVAN í nóvember og taka heila helgi bara fyrir þig? Fara út á land, gista á frábæru hóteli, borða góðan og heilsusamlegan mat, vera í góðu yfirlæti í frábærum félagsskap, fara inn á við og skoða sjálfan sig? Skoða hvar þú ert stödd og hvert þú vilt raunverulega fara? Hvað er að virka og hvað er ekki að virka í lífinu?

Förum inn í veturinn með hæfilegar kröfur á okkur sjálfar. Sleppum öllum rembing og opnum frekar fyrir þann möguleika á að sjá styrkleika okkar og opna fyrir einhverju nýju. Finnum hugrekkið og húmorinn, sköpunarkraftinn, einlægnina og ástríðuna.

Þú getur mætt ein, eða með vinkonu, vinnufélaga eða fjölskyldumeðlim, það skiptir engu máli. Aðalmálið er að taka ákvörðun og setja þig í forgang!

Ekki bara tala um það, gerðu eitthvað í málunum.

Kennarar 
Anna Steinsen er þjálfarinn á kvennahelginni.

Verð
59.000 krónur miðað við tveggja manna herbergi
69.000 krónur miðað við eins manns herbergi

Dagskrá
Föstudagurinn 15. október

19:00 Innritun á Hótel Laugarbakka
20:00 Dagskrá hefst með fordrykk/heilsudrykk
20:30 Fyrirlestur og verkefnavinna
22:00 Pottur og slökun

Laugardagur 16. október
08:00 – 09:00 – Morgunverður
09:00 – 10:00 – Yoga
10:00 – 12:00 – Námskeið Kvan
12:00 Hádegisverður – Hlaðborð
13:00 – 16:00 Námskeið Kvan
18:30 – Fordrykkur/heilsudrykkur
19:00 – Kvöldverður
20:30 – Kvöldvaka- uppistand

Sunnudagur 17. október
08:00 – 09:00 Morgunverður
09:00 – 10:00 Yoga
10:00 – 12:00 Námskeið KVAN
Takk fyrir okkur og góða ferð heim.