Kvennakvöld KVAN í Salnum Kópavogi

Dagsetning:

13. október 2022, 19:00 - 13. október 2022, 21:30

Staðsetning

Salurinn Kópavogi, Kópavogur

Deila:
Bæta við í dagatal

Kvennakvöld KVAN fimmtudaginn 13. október í Salnum Kópavogi. Húsið opnar klukkan 19:00.

 

Glæsileg fyrirtæki verða með vörukynningar í bland við uppbyggjandi og skemmtilega dagskrá. Kynningar hefjast um leið og húsið opnar klukkan 19:00 og dagskráin hefst svo klukkan 20:00 og stendur yfir til 21:30.

Fyrirlesarar eru þjálfarar hjá KVAN og fleiri góðir frábærir gestafyrirlesarar. Saman ætlum við að finna orkuna, jákvæðnina og gleðina fyrir veturinn. Fjalla um það sem skiptir máli, heilsuna, hugrekkið, húmorinn og sjálfstraustið.

Alda María Ingadóttir zumbakennari endar svo kvöldið með okkur af krafti eins og henni einni er lagið!

Verð
Frítt er inn á viðburðinn en takmarkaður fjöldi kvenna kemst að. Færri konur hafa komist að en viljað á kvennakvöldin okkar seinustu ár svo endilega skráðu þig strax.

Athugið að þó svo nokkrar konur ætli að mæta saman að skrá hverja og eina á viðburðinn.

 

Hlökkum til að taka á móti ykkur, öll velkomin!