Kvennakvöld KVAN í Salnum Kópavogi

Dagsetning:

13. október 2022, 19:30 - 13. október 2022, 21:30

Deila:
Bæta við í dagatal

Kvennakvöld KVAN fimmtudaginn 13. október í Salnum Kópavogi. Húsið opnar klukkan 19:30.

 

Glæsileg fyrirtæki verða með vörukynningar í bland við uppbyggjandi og skemmtilega dagskrá. Kynningar hefjast um leið og húsið opnar klukkan 19:30 og dagskráin hefst svo klukkan 20:00 og stendur yfir til 21:30.
Saman ætlum við að finna orkuna, jákvæðnina og gleðina fyrir veturinn.

Finnum kjarkinn
Fyrirlesarar eru Anna Steinsen og Vanda Sigurgeirsdóttir

Foreldrahlutverkið; Með húmorinn í handfarangri
Fyrirlesarar eru Anna Lilja Björnsdóttir og Lilja Cederborg

Alda María Ingadóttir endar svo kvöldið með okkur af krafti eins og henni einni er lagið!

Verð
Frítt er inn á viðburðinn en takmarkaður fjöldi kvenna kemst að. Færri konur hafa komist að en viljað á kvennakvöldin okkar seinustu ár svo endilega skráðu þig strax.

Athugið að þó svo nokkrar konur ætli að mæta saman að skrá aðeins einn einstakling í einu.

 

Hlökkum til að taka á móti ykkur!