Kynningarfundur um námskeið KVAN fyrir fullorðna
Dagsetning:
16. janúar 2023, 20:00 - 16. janúar 2023, 20:45
Staðsetning
KVAN, Kópavogur
Mánudaginn 16. janúar klukkan 20:00
Kynningarfundur fyrir fullorðna um námskeið okkar sem hefjast á vorönn. Við förum yfir aðferðafræðina á námskeiðunum, efni og hvers má vænta eftir námskeiðin. Við hefjum ný námskeið fyrir fullorðna í janúar en hægt er að sjá öll næstu námskeið okkar HÉR!
Kynningin er ókeypis og verður haldin mánudaginn 16. janúar í sal okkar að Hábraut 1a í Kópavogi. Kynningarfundurinn hefst klukkan 20:00, stendur yfir í um 40 mínútur og hentar vel öllum þeim sem vilja byrja nýja árið af krafti. Tilvalið tækifæri til að fræðast aðeins um starf okkar hjá KVAN, námskeiðin og spyrja spurninga.
Eftirfarandi námskeið verða kynnt:
- KVAN fyrir fullorðna
- Online KVAN fyrir fullorðna
Ef einhverjar frekari spurningar vakna varðandi viðburðinn þá endilega hafið samband við KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is

Lúðvík Gröndal, þátttakandi á Online KVAN fyrir fullorðna
Þetta námskeið var mjög innihaldsríkt og gefandi, opnaði augu mín fyrir veikleikum og styrkleikum og ýtti mér talsvert langt út fyrir þægindarammann. Ég mæli 100% með þessu og ekki síst fyrir fólk á tímamótum í lífinu eins og ég nýorðinn 67 ára á leiðinni á eftirlaunaaldurinn!!!
Lesa meira »
Gyða Rán Árnadóttir, þátttakandi á Online KVAN fyrir fullorðna
Það kom á óvart hvað það náðist mikil nánd milli þáttakenda þar sem þetta fór allt fram í gegnum tölvuna. Námskeiðið sjálft var virkilega innihaldsríkt og gaf manni feykimörg verkfæri í töskuna til að nýta í gegnum lífið...
Lesa meira »
Emma Sif Björnsdóttir, þátttakandi á Online KVAN fyrir fullorðna
Ég mæli 100 % með námskeiði hjá Kvan, þar vinnur frábært fagfólk og í mínu tilfelli var námskeiðið haldið á zoom sem virkaði líka mjög vel, mjög góð tenging milli okkar sem vorum á námskeiðinu, alltaf mikil gleði og virkilega gaman...
Lesa meira »
Fanný Heimisdóttir, þátttakandi á Online KVAN fyrir fullorðna
Það er svo gott að hlægja með góðu fólki og hugsa um leið um hvað mætti betur fara hjá manni, nota húmor til að nálgast veikleika og fá speglun í öðrum bæði um styrkleikana og veikleikana...
Lesa meira »
Lára Gunndís Magnúsdóttir, þátttakandi á Online KVAN fyrir fullorðna
Ég get svo sannarlega mælt með námskeiðinu KVAN Oneline - fyrir fullorðna. Anna Steinsen er afbragðs þjálfari sem hvetur áfram af hlýju. Frábært að læra að setja sér markmið og þekkja styrkleika sína. Þannig eykst kjarkur og þor.
Lesa meira »
Fanney Magnúsdóttir, þátttakandi á Online KVAN fyrir fullorðna
Ég var búin að heyra góða hluti af KVAN en námskeiðið fór langt fram úr mínum væntingum. Námskeiðið fór fram á ZOOM en upplifunin alls ekki síðri. Anna Steinsen er frábær leiðbeinandi og hefur ótrúlega gott lag á að ná fram virkri þátttöku okkar sem sóttu námskeiðið...
Lesa meira »
Brynja Andreassen, þátttakandi á KVAN fyrir fullorðna
Ég held að ég geti sagt að ég sé dugleg að ögra sjálfri mér og fara út fyrir þægindarammann. Það þarf hins vegar að halda slíku við annars rennur það út í sandinn. Það var þess vegna sem ég skráði mig á námskeið hjá KVAN. Að láta ýta við sér...
Lesa meira »
Vala Sigurðardóttir, þátttakandi á KVAN fyrir fullorðna
Ég myndi persónulega vilja að þetta væri skyldu námskeið fyrir alla á uppvaxtarárum því ég hefði svo sannarlega verið til í að taka þetta námskeið þegar að ég var yngri og svo á c.a 10 ár fresti eftir það til að rifja upp og bæta í þekkinguna...
Lesa meira »
Ingibjörg Sigurrós Gunnarsdóttir, þátttakandi á KVAN fyrir fullorðna
Ég var svo lánsöm að taka þá ákvörðun að sækja námskeið hjá Kvan undir handleiðslu Hrafnhildar. Námskeiðssókn mín var liður í þeirri viðleitni minni að kíkja út fyrir þægindarammann, staldra við og horfa inná við. Skemmst er frá því að segja að námskeiðið mætti öllum mínum væntingum og gott betur...
Lesa meira »
Ómar Smári Jónsson, þátttakandi á KVAN fyrir fullorðna
Það sem KVAN gaf mér var drifkraftur. Það varð allt í einu skemmtilegt að setja sér markmið í hverri viku og negla þau. Þau skref sem voru mér svo þung, urðu allt í einu...
Lesa meira »
Tinna Brá Sigurðardóttir, þátttakandi á KVAN fyrir fullorðna
Eftir að hafa verið í fæðingarorlofi í 14 mánuði og misst vinnuna vegna Covid fann ég að ég þurfti svolítið að staldra við og hugsa út í hvað ég vil gera næst. Þess vegna ákvað ég að skrá mig á Kvan námskeið...
Lesa meira »