Kynningarfundur um námskeið KVAN fyrir fullorðna

Dagsetning:

16. janúar 2023, 20:00 - 16. janúar 2023, 20:45

Staðsetning

KVAN, Kópavogur

Deila:
Bæta við í dagatal

Mánudaginn 16. janúar klukkan 20:00

 

Kynningarfundur fyrir fullorðna um námskeið okkar sem hefjast á vorönn. Við förum yfir aðferðafræðina á námskeiðunum, efni og hvers má vænta eftir námskeiðin. Við hefjum ný námskeið fyrir fullorðna í janúar en hægt er að sjá öll næstu námskeið okkar HÉR!

Kynningin er ókeypis og verður haldin mánudaginn 16. janúar í sal okkar að Hábraut 1a í Kópavogi. Kynningarfundurinn hefst klukkan 20:00, stendur yfir í um 40 mínútur og hentar vel öllum þeim sem vilja byrja nýja árið af krafti. Tilvalið tækifæri til að fræðast aðeins um starf okkar hjá KVAN, námskeiðin og spyrja spurninga.

Eftirfarandi námskeið verða kynnt:
  • KVAN fyrir fullorðna
  • Online KVAN fyrir fullorðna
Mikilvægt er að skrá sig hér að neðan svo við vitum hversu mörgum búast megi við!

 

Ef einhverjar frekari spurningar vakna varðandi viðburðinn þá endilega hafið samband við KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is