Leiðtogaþjálfun KVAN
Dagsetning:
26. janúar 2023, 09:00 - 9. mars 2023, 12:00
Staðsetning
KVAN, Kópavogur
Hefst 26. janúar, kennt á fimmtudögum frá kl. 09:00-12:00.
Á leiðtogaþjálfun KVAN veitum við þér hagnýt verkfæri sem nýtast í starfi. Áhersla er lögð á styrkleika, jafningjasambönd, leiðtogahæfni, markþjálfun, liðsheild, starfsanda, menningu og erfið starfsmannasamtöl. Með því að nota efni námskeiðsins gefst þér færi á að hafa jákvæð áhrif á eigið starf og líðan og árangur samstarfsfólks.
Fyrir hverja
Leiðtogaþjálfun KVAN er fyrir alla þá stjórnendur fyrirtækja og stofnana sem hafa mannaforráð.
Efnistök námskeiðsins
Þú sem stjórnandi
– Hvernig stjórnandi ertu?
– Hvernig stjórandi viltu vera?
Við hjálpum þér að þarfagreina þínar þarfir með hag fyrirtækisins að leiðarljósi.
Jafningjasambönd, leiðtogar og liðsheild
Ótal rannsóknir sýna fram á mikilvægi jafningjasambanda á vinnustað. Við kennum þér að kortleggja jafningjasambönd á þínum vinnustað og búum til aðgerðaráætlun til að leiðrétta þá hluti sem þarf að vinna í.
Styrkleikamiðuð nálgun
Rannsóknir sýna að með því að veita athygli á styrkleika þína og starfsmanna þinna þá sexfaldast líkurnar á því að starfsmenn verðir virkari í starfi. Þú tekur styrkleikapróf og við kennum þér að lesa út úr því og yfirfæra á starf þitt.
Markþjálfun
Með markþjálfun hefur verið sýnt fram á hvernig hægt er að sækja þekkingu, viðhorf og eldmóð starfsmanna til góðra verka.
Við kennum þér aðferðarfræði markþjálfunar og sýnum hvernig þú getur nýtt þér hana í þínu starfi.
Erfið starfsmannasamtöl
Starfsmannasamtöl eru eitt af lykilatriðum sem að öflugur leiðtogi þarf að temja sér að gera reglulega í sínu starfi. Við kennum og þjálfum þig í að nýta ákveðna tækni í erfiðum starfsmannasamtölum.
Menning og starfsandi
Hver er vinnustaðamenningin á þínum vinnustað? Hvernig myndaðist hún? Við kennum þér aðferðarfræði CircleCoach sem hægt er að nýta til þess að fá starfsmannahópinn þinn til þess að greina lykilhegðanir í daglegu starfi, hegðanir sem endurspegla svo þá menningu sem starfsmenn vilja hafa á sínum vinnustað.
Hvatnig og hrós
Í könnunum sem gerðar eru út um allan heim kemur mjög oft fram að starfsmenn segjast ekki fá nægilega mikið og markvisst hrós frá sínum leiðtogum. Við kennum þér aðferðarfræði sem þú getur nýtt þér til að efla hæfileika þína í hvatningu og hrósi dags daglega.
Einelti á vinnustað
Lög og reglugerðir segja með skýrum hætti að stjórnendum beri að taka á einelti á vinnustað sem og að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk verði fyrir einelti. Þrátt fyrir þetta viðgengst einelti á vinnustöðum og sýna rannsóknir að tíðni eineltis á vinnustöðum er yfirleitt á bilinu 3–12%. Hvernig greinir þú einelti og hvernig tekur þú á því sem leiðtogi á þínum vinnustað? Við kennum þér aðferðarfræði sem nýtist þér í þessu erfiða verkefni.
Skipulag
Námskeiðið er kennt í 6 skipti, einu sinni í viku í þrjár klukkustundir í senn. Námskeiðið hefst þann 26. janúar og lýkur þann 9. mars. Kennt verður fimmtudagana 26. janúar, 9., 16. og 23 febrúar, 2. og 9. mars frá klukkan 9:00-12:00.
Þjálfari námskeiðsins
Þjálfari leiðtogaþjálfunar KVAN er Jón Halldórsson en hann hefur yfirgripsmikla þekkingu og mjög mikla reynslu á leiðtogaþjálfun og hefur þjálfað ótal stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja og stofnana.
Verð
149.000 kr.
Styrkir
- Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
- Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldinu.
- Fyrirtæki geta flest sótt styrk frá Starfsmenntunarsjóði fyrir allt að 90% af kostnaði fyrir alla starfsmenn sína. Sá styrkur er óháður inneign starfsmanna sjálfra í sjóðnum. Hægt er að sjá nánar á attin.is
Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari uppslýsingar.
Hlynur Þór Þorleifsson, mannauðsstjóri Bakkans vöruhótels
Stjórnendateymi Bakkans Vöruhótels sótti leiðtogaþjálfun KVAN undir leiðsögn Jóns Halldórssonar. Námskeiðið var bæði skemmtilegt og fræðandi og tókst Jóni að hrista hópinn vel saman ásamt...
Lesa meira »Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ
Ég sótti námskeið hjá Jóni (Nonna) á Leiðtogaþjálfun KVAN og finnst sérstök ástæða til þess að hrósa honum. Þetta snýst ekki um það hvað Nonni segir, heldur hvernig hann segir það.
Lesa meira »Valgerður María Friðriksdóttir, mannauðsstjóri ELKO
Við hjá ELKO ákváðum að senda stjórnendur okkar í leiðtogaþjálfun hjá KVAN. Óhætt er að segja að námskeiðið fór frammúr okkar væntingum. Námskeiðið var mjög vel undirbúið, fræðandi og ekki síst skemmtilegt. Það efldi liðsanda og stjórnendur fengu verkfæri..
Lesa meira »