Má minnka kröfurnar?

Við lifum í svakalega hröðu og kröfuhörðu samfélagi þar sem mikils er krafist af okkur öllum, hvort sem við erum börn eða fullorðin. Það er svo mikilvægt að við setjum okkur sjálfum og öðrum raunhæfar kröfur, lærum að gera mistök og takast á við mótlæti. Við getum öll staðið okkur vel ef við leggjum á okkur, en kunnum við að lækka kröfurnar sem við setjum á okkur sjálf og aðra? Eru þessar kröfur mögulega óraunhæfar?

 

Það er svo margt sem hægt er að gera og afreka í lífinu en hver er eiginlega tilgangurinn ef við njótum ekki einu sinni þess sem við erum að gera? Við viljum standa okkur vel en hvað er eiginlega mikilvægt? Er mikilvægara að skara fram úr en að vera í andlega góðu jafnvægi? Er rétt að fórna heilsunni fyrir árangur?

 

Það er mikilvægt að taka ábyrgð á eigin vellíðan og ef manni líður ekki vel eða ræður ekki við hlutina er mikilvægt að leita sér aðstoðar, hvort sem það er hjá vinum, vandamönnum eða fagaðilum.

 

Í þessum fyrirlestri fjallar Elva Dögg um persónulega reynslu af kvíða og fullkomnunaráráttu.

 

Hún fer yfir það hvers vegna mikilvægt sé að lækka kröfurnar til þess að geta notið lífsins betur. Ásamt því fer hún yfir leiðir til þess að takast á við kröfurnar í samfélaginu og hvernig hægt er að minnka pressuna sem við setjum oft á okkur sjálf.

Sorry, Event Expired