Mamma, pabbi og Muni – Þroskasaga

Dagsetning:

1. mars 2023, 20:00 - 1. mars 2023, 21:15

Deila:
Bæta við í dagatal

KVAN býður nú upp á röð opinna fyrirlestra. Fyrirlestrarnir eru í u.þ.b. 60 mínútur og verða haldnir í sal okkar að Hábraut 1a, 200 Kópavogi. Takmarkað sætaframboð er á hvern fyrirlestur og því er um að gera að skrá sig strax.

Miðvikudaginn 1. mars klukkan 20:00

Vanda Sigurgeirsdóttir og Jakob Frímann ásamt syni þeirra Muna fjalla um ýmis mál sem tengjast uppeldi og þroska. Muni verður 25 ára á árinu. Fjallað verður um kvíða og þunglyndi, feimni, félagskvíða, uppeldisaðferðir, samskipti foreldra og barna, systkinakærleik, mistök, baráttur og sigra – og bestu kærustu í heimi.

Fyrirlesturinn er ætlaður foreldrum, ungu fólki, ömmum og öfum og öðrum áhugasömum. Einnig er margt sem nýtist fagfólki sem vinnur með börnum og ungu fólki. Vanda, Jakob og Muni ræða opinskátt um samband sitt og gefa hagnýt ráð, byggð á reynslu og fræðum. Að loknum fyrirlestri ættu þátttakendur að hafa öðlast ýmis verkfæri til að nýta í lífi og starfi.

Fyrirlesarar

Vanda Sigurgeirsdóttir, Jakob Frímann Þorsteinsson og Muni Jakobsson eru fyrirlesarar kvöldsins.

Verð

2.900 kr.