Náðu stjórn á skjánotkun (áhersla á tölvuleiki, YouTube og samfélagsmiðla)

Dagsetning:

31. janúar 2021, 12:30 - 1. júní 2022, 00:00

Staðsetning

,

Deila:
Bæta við í dagatal

Sunnudagar kl. 12:00-14:30

Skemmtilegt og uppbyggilegt námskeið sem aðstoðar börn við að ná stjórn á skjánotkun sinni. Í dag er togið inn í tölvuleikina, YouTube og samfélagsmiðla meira en nokkru sinni, útivera hefur minnkað og ljóst er að börnin okkar þurfa aðstoð. Á bak við skjáinn lúta oft önnur lögmál þegar kemur að samskiptum og hvar og hvernig þú átt að setja sjálfum þér og öðrum mörk.

 

Fyrir hverja
Námskeiðið er fyrir alla krakka í 5., 6. og 7. bekk sem hafa þörf fyrir aukið sjálfstraust, meiri sjálfsstjórn og innri hvata til að takast á við skjánotkun með áherslu á allskonar tölvuleiki, samfélagsmiðla og Youtube áhorf.

 

Hvað get ég lært
Að loknu námskeiði ættu þátttakendur að vera meðvitaðri um eigin skjánotkun og þekkja leiðir til að stjórna henni sjálfir. Notaðar verða aðferðir tómstundamenntunar, sem gengur út á að kenna jákvæða og uppbyggilega notkun á frítíma. Við kennum árangursríkar aðferðir í tímastjórnun, kennum þátttakendum að þekkja muninn á innri og ytri hvata (e. motivation) og veitum þátttakendum verkfæri til að velja sjálfir þegar kemur að skjánotkun. Í gegnum útiveru, samvinnuleiki, umræður og verkefni geta þátttakendur öðlast meira sjálfstraust, félagsfærni og sjálfsstjórn, ásamt því að spila tölvuleiki í umsjón leiðbeinenda og fá fræðslu og hvatningu samhliða. Meðal annars er lögð áhersla á sjálfseflingu og virka þátttöku, sem stuðlar að sjálfstæði og þrautseigju. Við setjum okkur markmið, vinnum með sköpun, hugrekki, samvinnu, félagsfærni, förum í skemmtilega og uppbyggilega leiki.

 

Skipulag
Námskeiðið hefst 31. janúar og er kennt í 8 skipti, 2,5 klst. í senn, einu sinni í viku. Þátttakendur fá verkefnabók til að nota á námskeiðinu og við áframhaldandi vinnu. Námskeiðið fer fram í sal okkar að Hábraut 1a, 200 Kópavogi, ásamt tveimur ferðum þar sem hópurinn gerir skemmtilega hluti saman.

 

Verð
88.000 kr..

 

Styrkir
Hægt er að nýta frístunda- og hvatastyrki sveitarfélaga upp í námskeiðsgjöld. Fyrir aðstoð við ráðstöfun þeirra styrkja þá endilega hafið samband við okkur í gegnum netfangið kvan@kvan.is.

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari uppslýsingar.