Námskeið í kynningartækni

Dagsetning:

25. nóvember 2022, 09:00 - 25. nóvember 2022, 16:00

Staðsetning

KVAN, Kópavogur

Deila:
Bæta við í dagatal

Föstudaginn 25. nóvember kl. 9:00-16:00

Sérsniðið námskeið í kynningartækni fyrir einstaklinga eða hópa. Námskeiðið nýtist stjórnendum, sölufólki og í raun öllum þeim sem vilja koma fram fyrir hönd síns fyrirtækis á áhrifaríkan og vandaðan hátt. Við leggjum mikla áherslu á að þátttakendur fái sérsniðna þjálfun út frá sínum styrkleikum, að þeir efli kynningartækni sína og geti sett málefni fram á skipulagðan og áhrifaríkan hátt.

Fyrir hverja
Kynningartækni KVAN er fyrir alla þá sem vilja auka hæfni sína og getu við að kynna t.d. verkefni, hugmyndir og stefnu fyrirtækja á áhrifaríkan, skemmtilegan, hvetjandi og faglegan máta. Námskeiðið hentar bæði stjórnendum sem og öðrum starfsmönnum sem þurfa að koma fram fyrir hönd sinna fyrirtækja og stofnana.

Hvað get ég lært
Eftir námskeiðið ættir þú að hafa komið auga á hvar styrkleikar þínir liggja í kynningartækninni og hvernig best er að nýta þér þá. Þú lærir einnig um mismunandi tegundir af áhrifaríkum kynningum, hvernig og hvenær myndefni/powepoint á við í kynningum og hvernig hægt er að nýta það til að auka áhrifamátt kynninga til muna. Þú getur lært aðferðir við að halda streitu í lágmarki, fundið stuðning og hugrekki til að líða vel í því hlutverki að tala fyrir framan annað fólk. Þetta, ásamt svo mörgu öðru getur þú lært á KVAN kynningartækni.

Skipulag
Námskeiðið er kennt heilan dag, frá kl. 9:00 – 16:00. Námskeiðið fer fram í sal okkar að Hábraut 1a, 200 Kópavogi.

Þjálfarar námskeiðsins:
Þjálfari á KVAN kynningartækni er Anna Guðrún Steinsen. Anna hefur yfirgripsmikla þekkingu og mjög mikla reynslu í þjálfun á kynningartækni og hefur þjálfað hundruði stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja bæði á Íslandi og erlendis.

Verð
59.000 kr.

Styrkir

  • Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
  • Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldinu.
  • Fyrirtæki geta flest sótt styrk frá Starfsmenntunarsjóði fyrir allt að 90% af kostnaði fyrir alla starfsmenn sína. Sá styrkur er óháður inneign starfsmanna sjálfra í sjóðnum. Hægt er að sjá nánar á attin.is

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari uppslýsingar.