Nýr golfari

Dagsetning:

22. janúar 2024, 19:30 - 22. janúar 2024, 22:00

Deila:
Bæta við í dagatal
Námskeið með Margeiri Vilhjálmssyni, mánudaginn 22. janúar kl. 19:30-22:00

Finnst þér þú geta bætt þekkingu þína í golfinu. Nýbyrjuð eða nýbyrjaður og langar að vita og geta meira?

Hvað má ég vera með margar golfkylfur í settinu þegar ég spila? Hversu fáar kylfur kemst ég af með að nota? Hvað eru tí, gaffall, boltamerki, bursti, talnaband og tilhvers þarf maður handklæði? Er skylda að spila með vettling? Eða er þetta hanski? Af hverju er hann bara á annarri hendinni en ekki báðum? Eru golfskór nauðsynlegir?

Hver er fyrsta reglan í golfi? En sú mikilvægasta?

Það er stórt skref að byrja í golfi. Margar reglur, flókið tungumál og skrýtnir siðir. Hjá KVAN færðu að vita öll leyndarmálin og getur spurt um allt sem þig langar að vita um golfið.

Komdu á KVANGOLF námskeið – Leiðin að betra skori!

Skipulag

Þetta er 2,5 klukkustunda námskeið þann 22. janúar frá kl. 19:30-22:00. Námskeiðið fer fram í sal okkar að Hábraut 1a í Kópavogi.

Verð

14.900 kr. á þátttakanda. 

Þjálfari námskeiðsins

Þjálfari er Margeir Vilhjálmsson PGA golfkennari og golfvallafræðingur.  Margeir hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu af golfi. Margeir hefur stýrt tveimur stærstu golfklúbbum landsins, haft umsjón með skipulagningu stórmótum í golfi bæði hérlendis og erlendis og þjálfað fjölda kylfinga.

Við bjóðum fyrirtækjum, golfhópum og golfklúbbum að halda sér námskeið þar sem efnistök eru sniðin utan um áskoranir þess hóps sem sækir námskeiðið. Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.

 

Skráðu þig núna

Tegund viðburðar: Fjöldi: Einingarverð:
Nýr golfari
30 Left:
Fjöldi:
Einingarverð: 14.900 kr.

Skilaboð til KVAN

Fjöldi: Samtals: