Nýttu styrkleika þína – Vinnustofa fyrir 13-15 ára
Fyrir öll börn sem vilja styrkjast
Dagsetning:
28. apríl 2025, 16:00 - 28. apríl 2025, 18:00
Staðsetning
KVAN, Reykjavík
Frábær vinnustofa ætluð börnum sem vilja þekkja styrkleika sína og geta nýtt þá betur í lífinu.
Mánudaginn 28. apríl kl. 16:00-18:00
Lýsing á námskeiðinu
Námskeiðið er ætlað 13-15 ára börnum sem vilja þekkja styrkleika sína og geta nýtt þá betur í lífinu. Þátttakendur taka þátt í vinnustofu þar sem fyrst er lagt af stað með innlegg um styrkleika. Eftir stuttan fyrirlestur og umræður gerir hver og einn þátttakandi sitt styrkleikakort með aðstoð frá þjálfara á námskeiðinu. Allir þátttakendur eiga sitt styrkleikakort að námskeiði loknu.
Námskeiðið er byggt á styrkleikamiðaðri nálgun og að byggja upp jákvætt hugarfar sem hefur góð áhrif á að draga úr streitu, álagi og hefur góð áhrif til sköpunar. Hugarfar vaxtar, hugrekki, vellíðan og að skapa jákvæð menningu eru viðfangsefni námskeiðsins.
Markmið
Markmið vinnustofunnar er að auka meðvitund barna á styrkleikum sínum. Kortleggja styrkleikana, þekkja þá og kunna að nýta sér þá á markvissan hátt. Námskeiðið eykur vellíðan barna, veitir þeim meira sjálfsálit, meiri orku og hamingju. Vinna með styrkleika getur hjálpað börnum að ná betri árangri í námi, íþróttum, áhugamálum og almennt í lífinu.
Fyrir hverja
Öll börn á aldrinum 13-15 ára sem vilja vinna í sér og styrkjast. Átta sig á því í hverju við erum góð, hvernig við viljum nýta það okkur til góðs en ekki síður til að skapa vellíðan.
Hvað get ég lært
Að loknu námskeiði hafa börnin fengið þjálfun og fræðslu um styrkleika og kortlagt sína styrkleika. Það að þekkja sig vel eflir þau og gefur þeim verkfæri til að takast á við lífið. Fá tækifæri til að blómstra og verða besta útgáfan af sjálfum sér.
Skipulag
Þetta er tveggja klukkustunda vinnustofa þann 28. apríl frá kl. 16:00-18:00. Kennt verður í sal okkar að Hábraut 1a í Kópavogi.
Verð
9.900 kr. á þátttakanda. Athugið að takmarkað sætaframboð er á vinnustofuna
Þjálfarar vinnustofunnar
Þjálfari vinnustofunnar eru þær Soffía Ámundadóttir kennari og knattspyrnuþjálfari og Birna Kristín Jónsdóttir fræðslusérfræðingur.
Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.