Þjónusta, eflum samkennd og samskipti – Opin vinnustofa

Sýndu þitt allra besta í þjónustu dags daglega

Dagsetning:

19. maí 2025, 17:00 - 19. maí 2025, 19:00

Staðsetning

KVAN, Reykjavík

Deila:
Bæta við í dagatal

Frábær vinnustofa ætluð fólki sem vill bæta þjónustu sína í starfi og eða persónulega lífi.

Mánudaginn 19. maí kl. 17:00-19:00

 

Lýsing á vinnustofunni

Í raun erum við oft í þjónustuhlutverki í lífinu, hvort sem það er innan fyrirtækja/stofnana eða í samskiptum á milli einstaklinga.

Á vinnustofunni mun Gunnar fara yfir samskipti í hinu daglega lífi og kafar ofan í mannlegu hliðina á þjónustu. Farið verður yfir ýmis hagnýt ráð og viðfangsefni sem auka samskiptahæfni okkar ásamt því hvernig við getum betur sett okkur í spor annarra, hvernig við tölum við okkur sjálf og aðra, hvernig við orðum hluti og hlustum.

Farið verður yfir það hvernig við getum veitt betri þjónustu, hvernig okkur getur liðið betur og hvernig við getum lágmarkað það að taka því persónulega hvernig aðrir tali við okkur. Rætt verður einnig um kvíða og hvernig hann getur hamlað okkur í að ná árangri í lífi og starfi.

Farið er meðal annars yfir leiðtogahæfni, sjálfstraust, hugarfar okkar og viðhorf.

Fyrir hverja

Alla sem vilja ná góðum tökum á þjónustu sinni hvort sem það er í starfi, stjórnun eða samskiptum í persónulega lífi.

Skipulag

Þetta er tveggja klukkustunda vinnustofa þann 19. maí frá kl. 17:00-19:00. Kennt verður í sal okkar að Hábraut 1a í Kópavogi.

Verð

14.900 kr. á þátttakanda. Athugið að takmarkað sætaframboð er á vinnustofuna

Þjálfarar vinnustofunnar

Þjálfari er Gunnar Þorsteinsson sem nálgast efnistökin á persónulegum nótum í bland við húmor.

 

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.

Skráðu þig núna

Tegund viðburðar: Fjöldi: Einingarverð:
Þjónusta. eflum samkennd og samskipti - vinnustofa
30 Left:
Fjöldi:
Einingarverð: 14.900 kr.

Skilaboð til KVAN

Fjöldi: Samtals: