Skapandi skrif fyrir fullorðna

Dagsetning:

25. apríl 2022, 19:30 - 28. apríl 2022, 22:00

Staðsetning

KVAN, Reykjavík

Deila:
Bæta við í dagatal

Kennt mánudaginn 25., þriðjudaginn 26. og fimmtudaginn 28. apríl kl. 19:30-22:00

Sérsniðið námskeið fyrir einstaklinga sem hafa átt þann draum að skrifa sögu/bók en ekki talið sig vita hvernig á að byrja og bera sig að. Rýnt er í það sem skiptir mestu máli varðandi söguþráð, persónusköpun, sögusvið, hindranir og hvað ber að varast. Þátttakendur þurfa að dusta rykið af pennanum, stökkva út fyrir þægindahringinn og leggja af stað í frábært ferðalag. Allir geta skrifað, stuttan eða langan texta, ef þeir vilja. Á þessu námskeiði skiptir íslenskukunnáttan og stafsetningin ekki máli. Hana má laga seinna. Það að læra skapandi skrif styrkir sjálfsmyndina og þú finnur til frelsis, þorir að fljúga á vit nýrra ævintýra.

Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir alla fullorðna sem langar að láta reyna á ímyndunaraflið, koma hugmyndum sínum á blað. Flestir mikla það fyrir sér að skrifa sögu/bók en það er mun auðveldara en fólk grunar. Svo fremi að þátttakendur gefi hugmyndafluginu lausan tauminn og haldi ekki aftur af sér.

Það vefst fyrir mörgum að skrifa eftirmæli, ritgerðir, hrósbréf, ræður eða hvað sem er – en lykillinn er að hafa hugrekki og leggja upp í áhugaverða vegferð.

Hvað get ég lært?
Í lok þriðja tíma hafa þátttakendur sleppt fram af sér beislinu og lagt af stað í ferðalag sem þá óraði ekki fyrir. Það felst frelsi í því að geta komið frá sér texta, losa skáldgyðjuna úr böndum óttans. Þátttakendur hafa lært hvernig æskilegast er að byggja upp sögu og kveikja neista meðal lesenda. Það er auðveldara en marga grunar.

Skipulag
Námskeiðið fer fram frá kl. 19:30 til 22:00; mánudaginn 25., þriðjudaginn 26. og fimmtudaginn 28. apríl. Námskeiðið er kennt í sal okkar að Hábraut 1a, 200 Kópavogi.

Kennari námskeiðsins
Þorgrímur Þráinsson er kennari námskeiðsins en hann hefur skrifað yfir 40 bækur, starfað við ritstörf í 32 ár og kennt skapandi skrif, bæði á námskeiðum og í grunnskólum.

Verð
55.000 kr.

Styrkir

  • Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
  • Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum að halda sér námskeið fyrir hvern og einn vinnustað þar sem efnistök eru sniðin utan um áskoranir þess hóps sem sækir námskeiðið.

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.