Staðfestingargjald – Kvennaferð KVAN með Önnu Steinsen til Calpe 18.-23. apríl 2024
Dagsetning:
18. apríl 2024, 10:00 - 23. apríl 2024, 21:00
Staðsetning
Calpe,
Komdu með í stórkostlega ferð til Spánar, 18.-23. apríl!
Hefuru hugsað hvar þú ert stödd og hvert þú vilt raunverulega fara? Hvað er að virka og hvað er ekki að virka í lífinu? Hvernig hljómar jóga á ströndinni, sjálfsskoðun, mikill hlátur og vinna með stórkostlegum hópi kröftugra kvenna á stórglæsilegu hóteli á Calpe?
KVAN býður upp á ógleymanlega kvennaferð til Calpe á Spáni í apríl. Við ætlum að njóta í botn, hlæja mikið og hafa gaman ásamt því að borða góðan og heilsusamlegan mat og drekka í okkur menningu þessa bæjar Spánar sem þekktur er fyrir fegurð og frábært andrúmsloft. Við munum saman vinna í að styrkja okkur andlega og líkamlega, í einstaklega fallegu umhverfi, í þægilegu loftslagi.
Ef þú tengir við það að vera með marga bolta á lofti og vera oft á tíðum þreytt. Vilt upplifa eitthvað nýtt og finna orkuna, gleðina, hugrekkið og kraftinn, þá er þetta ferð fyrir þig.
Nú setur þú ÞIG í forgang. Markmið ferðarinnar er að efla okkur á allan hátt sem við gerum með því að koma auga á styrkleika okkar og hvernig við nýtum þá til fulls, auka jákvæðni og samkennd í eigin garð og annarra, vinna í okkar leiðtogahæfileikum, finna leiðir til að minnka streitu og vera í meira jafnvægi. Saman finnum við gleðina og kraftinn!
Förum inn í vorið 2024 með hæfilegar kröfur á okkur sjálfar. Sleppum öllum rembing og opnum frekar fyrir þann möguleika á að sjá styrkleika okkar og opna fyrir einhverju nýju. Finnum hugrekkið og húmorinn, sköpunarkraftinn, einlægnina og ástríðuna.
Þú getur mætt ein, eða með vinkonu, vinnufélaga eða fjölskyldumeðlim – það skiptir engu máli. Aðalmálið er að taka ákvörðun og setja þig í forgang!
Ferðin er alger upplifun. Við kynnumst fallegum bæ, skoðum drykkjar- og matarmenningu, upplifum garða, torg, strendur og náttúruna í öllu sínu veldi. Borðum saman dásamlegan og góðan mat og upplifum ævintýralega ferð. Ferð sem snertir á öllum skynfærum.
ÞJÁLFARAR
Anna Steinsen er yfirþjálfari í kvennaferðinni og mun fylgja hópnum alla leið.
VERÐ
194.900 krónur miðað við tveggja manna herbergi
229.900 krónur miðað við eins manns herbergi
Staðfestingargjaldið er 85.300 kr.
INNIFALIÐ Í VERÐI
- Flug fram og til baka til Alicante með Play
- 20 kg. innritaður farangur
- Akstur frá Alicante flugvelli að hóteli í Calpe, fram og til baka
- Gisting í 5 nætur á Gran Hotel Sol Y Mar með hálfu fæði. Hótelið er glæsilegt fjögurra (og hálfrar) stjörnu hótel aðeins ætlað fullorðnum, frábærlega staðsett í Calpe
- Fararstjórn
- Námskeið, jóga, gleði, samkennd og aukið hugrekki
FERÐATILHÖGUN
Flogið er með Play kl. 10:00 til Alicante þann 18. apríl, lent verður í Alicante kl. 16:35 að staðartíma.
Rúta ekur hópnum frá flugvelli á Alicante til Gran Hotel Sol Y Mar.
Flug heim er svo 23. apríl klukkan 17:35 og lent í Keflavík um klukkan 20:20.
Lágmarksfjöldi þátttakenda í ferðina eru 20 konur.
Hlökkum til að ferðast með ykkur!