Sumarbúðir KVAN á Laugarvatni. 10-12 ára öll kyn, 2.-5. ágúst

Dagsetning:

2. ágúst 2022, 08:30 - 5. ágúst 2022, 15:00

Staðsetning

,

Deila:
Bæta við í dagatal

Fyrir 10-12 ára af öllum kynjum (2010-2012). 2.-5. ágúst.


Sumarbúðir KVAN á Laugarvatni 

Í sumarbúðum KVAN styðjum við ungt fólk í að byggja upp sjálfstraust, sjálfsþekkingu og jákvæða sjálfsmynd þannig að þeim líði vel og séu sátt við sig sjálf og aðra. Fyrst og fremst verður lögð áhersla á að allir fái að njóta sín hjá okkur og hafi gaman af dvölinni en á sama tíma setjum við metnað í að efla og styrkja þau börn sem koma til okkar í sumarbúðirnar. Við hjá KVAN höfum þjálfað þúsundir barna og unglinga við að ná þessum markmiðum á námskeiðum okkar, KVAN fyrir ungt fólk.

Hvað er gert í sumarbúðum KVAN 
Það er eitthvað töfrandi við það að fara í sumarbúðir. Í sumar ætlum við í fyrsta sinn að bjóða upp á slíka ævintýradvöl, þar sem við munum sameina lifandi og skemmtilega sumarbúðareynslu og námskeiðin okkar sem þekkt eru fyrir að vera skemmtileg og efla m.a. sjálfstraust, sjálfsmynd og samskiptahæfni. Við bjóðum upp á öruggt, þroskandi og spennandi umhverfi undir handleiðslu menntaðs starfsfólks sem er með mikla reynslu af störfum með börnum og ungmennum. Við munum meðal annars fara í og læra:

  • Leiki
  • Bátsferðir
  • Útilegur
  • Íþróttir
  • Sundferðir
  • Ævintýraferðir
  • Útieldun

Hver og einn fær að njóta sín
Í sumarbúðum KVAN leggjum við mikla áherslu á það að hver og einn einstaklingur fái að njóta sín út frá sínum eigin styrkleikum. Aðferðafræði okkar hjá KVAN miðar að því að efla sjálfsmynd og sjálfstraust þeirra sem sækja sumarbúðirnar. Meðal þess sem við þjálfum og styrkjum hjá þátttakendum er:

  • Sjálfstraust
  • Öflugan samskiptamáta
  • Þrautseigju
  • Jákvæðni og gleði
  • Vináttufærni

Leiðbeinendur
Leiðbeinendur sumarbúða KVAN verða sex talsins. Þrír þeirra eru þjálfarar KVAN, menntaðir í tómstunda- og félagsmálafræðum og hafa víðtæka reynslu af störfum með ungu fólki. Þeim til aðstoðar eru þrír einstaklingar sem einnig hafa reynslu af því að starfa með ungu fólki.

Staðsetning og þátttaka
Við verðum með sumarbúðirnar okkar á Laugarvatni sem er um 100 km. frá Reykjavík. Allt umhverfið við Laugarvatn býður upp á endalausa möguleika til útiveru, leikja og samveru. Við höfum aðgang að sundlaug, íþróttamannvirkjum og fleiru, sem bjóða upp á fjöldan allan af spennandi tækifærum og möguleikum.

Takmarkaður fjöldi þátttakanda er í hvern hóp og leggjum við upp með að hafa hópana ekki of fjölmenna. Þannig tryggjum við að hver og einn þátttakandi fái þá þjálfun, stuðning og tækifæri til að njóta sín á sem allra besta máta.

Hvenær og fyrir hverja
Sumarbúðirnar eru í 4 daga. Lagt er af stað á þriðjudagsmorgni frá húsakynnum KVAN og komið til baka um miðjan dag föstudags.

  • 2.-5. ágúst. 10-12 ára (fædd 2010-2012). Blandaður hópur fyrir öll börn.

Við minnum á að ef börn og unglingar notast við stuðningsaðila í skóla þá þurfi einnig að koma með stuðning á öll námskeið okkar fyrir ungt fólk.

Verð
Verð er 86.900 kr. á þátttakanda.

Innifalið í verði
Sumarbúðir KVAN
Fullt fæði og gisting
Rútuferðir frá húsakynnum KVAN til Laugarvatns og til baka.

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.