Sumarnámskeið fyrir 8-10 ára, 2.-12. ágúst kl. 9-12

Dagsetning:

2. ágúst 2022, 09:00 - 12. ágúst 2022, 12:00

Staðsetning

KVAN, Kópavogur

Deila:
Bæta við í dagatal

Fyrir börn sem voru í 2.-4. bekk á þessu skólaári.
Kennt alla virka daga kl. 9-12

Skemmtilegt námskeið sem leggur áherslu á leiðtogafærni, vináttu og samskipti. Fullt af útivist, samvinnuleikjum og gleði.

Markmið:
Að efla börn til að takast á við þær félagslegu aðstæður sem upp koma í þeirra lífi.

Áskoranir:
Börn í dag eru að takast á við ýmsar áskoranir í samskiptum, félagsfærni og vináttu. Hægt er að undirbúa börn undir þessar áskoranir.

Forsendur:
Til að geta tekist á við daglegt líf er mjög mikilvægt að hafa góða samskipta-, félags- og vináttufærni en þessir þættir skipta sköpum þegar kemur að líðan og heilsu barna. Að lenda í vandræðum í jafningjasamskiptum getur haft í för með sér víðtækar og langvarandi neikvæðar afleiðingar. Því er mikilvægt fyrir öll börn að fá fræðslu og þjálfun í þessum færniþáttum. Leiðtogafærni er einnig mikilvæg og getur hjálpað börnum að vegna vel í lífinu. Allir geta verið leiðtogar ef þeir einungis fá tækifæri til þess, ásamt þjálfun og reynslu.

Skipulag:
Námskeiðið er kennt í tvær vikur, alla virka daga, 3 klst. í senn. Sumarnámskeiðin eru kennd í sal okkar að Hábraut 1a í Kópavogi. Á hverjum degi notum við umhverfið og förum út en byrjum og endum námskeiðin alla daga að Hábraut 1a.

Ávinningur:
Að loknu námskeiði hafa börnin fengið þjálfun og fræðslu um samskipta-, vináttu-, félags- og leiðtogafærni. Það þýðir til dæmis að þau hafa lært ýmsar aðferðir til að eignast og halda vinum, sem og að takast á við ágreining og neikvæðar athugasemdir. Þau hafa einnig lært um mikilvægi samvinnu og umburðarlyndis, ásamt því að þau hafa lært hvernig þau geta verið jákvæðir leiðtogar í hópnum sínum, fjölskyldu og eigin lífi.

Við minnum á að ef börn og unglingar notast við stuðningsaðila í skóla þá þurfi einnig að koma með stuðning á öll námskeið okkar fyrir ungt fólk.