The six types of working genius // Sex týpur verksnilldar
Dagsetning:
17. janúar 2025, 09:00 - 17. janúar 2025, 11:30
Staðsetning
KVAN, Reykjavík
Föstudaginn 17. janúar kl. 9:00-11:30
Frábær og skemmtileg opin vinnustofa sem hentar vel hvort sem það er fyrir einstaklinga eða hópa.
Sex týpur af verksnilld eða “The six types of working genius” er nýtt líkan og matstæki sem gerir hverjum sem er, jafnt stjórnendum, starfsmönnum, kennurum og nemendum kleift að átta sig á náðargáfum sínum og takmörkunum svo þau geti hámarkað ánægju sína og árangur í hverju því starfi sem þau kunna að gegna.
Skipulag
Þetta er tveggja og hálfrar klukkustunda vinnustofa þann 17. janúar frá kl. 9:00-11:30 sem kennd verður að Sigtúni 42. Þátttakendur taka próf fyrir vinnustofuna sem síðan unnið er með.
Verð
19.900 kr. á þátttakanda. Innifalið í verði er kostnaður við próf og vinnustofan.
Þjálfari vinnustofunnar
Þjálfari vinnustofunnar er Jón Halldórsson en hann hefur aflað sér réttinda til námskeiðshalds af sex týpum verksnilldar. Jón hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á leiðtogaþjálfun og hefur þjálfað ótal stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja og stofnana hér á landi og erlendis.
Styrkir
- Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
- Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldinu.
- Fyrirtæki geta flest sótt styrk frá Starfsmenntunarsjóði fyrir allt að 90% af kostnaði fyrir alla starfsmenn sína. Sá styrkur er óháður inneign starfsmanna sjálfra í sjóðnum. Hægt er að sjá nánar á attin.is
Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum að halda sér námskeið fyrir hvern og einn vinnustað þar sem efnistök eru sniðin utan um áskoranir þess hóps sem sækir námskeiðið.
Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.