Valdefling og leiðtogaþjálfun Kvennahreyfingar ÖBÍ og KVAN

Dagsetning:

29. september 2022, 19:00 - 27. október 2022, 21:00

Staðsetning

KVAN, Kópavogur

Deila:
Bæta við í dagatal

Hefst 29. september, kennt á fimmtudögum kl. 19:00-21:00 

Kvennahreyfing ÖBÍ og KVAN bjóða í samstarfi upp á námskeið fyrir konur innan aðildafélaga ÖBÍ. Námskeiðið er sérhannað og skipulagt af KVAN en starfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins hafa mikla menntun og áralanga reynslu í námskeiðahaldi. Á námskeiðinu geta þátttakendur öðlast verkfæri til að auka sjálfstraust, læra markvissa markmiðasetningu, bæta leiðtogafærni sína og valdeflingu.

Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir konur innan aðildarfélaga ÖBÍ. ÖBÍ óskar eftir tveimur til þremur tilnefningum frá hverju aðildarfélagi.

Hvað get ég lært?
Námskeið KVAN og Kvennahreyfingar ÖBÍ getur nýst þátttakendum hvort sem þeir vilja styrkja sig í sínu einkalífi , atvinnulífinu eða í félagsstarfi.

Markmiðasetning og framtíðarsýn
Við kennum þátttakendum að setja sér skýra framtíðarsýn og markmið bæði fyrir þá sjálfa og sitt vinnustaðateymi. Aðferðarfræðin sem við kennum eykur líkur á því að markmið náist og framtíðarýn þátttakenda verði að veruleika.

Samskipti 
Við kennum aðferðir við að teikna upp samskiptakort, kortleggja samskipti í starfi og einkalífi. Við kennum þátttakendum aðferðarfræði sem að hjálpar þeim að þróa með sér enn betri samskiptafærni með áherslu á jákvæð samskipti.

Leiðtogahæfni
Við kennum aðferðarfræði jákvæðra leiðtoga og listina við að hafa áhrif á hóp fólks til þess að hjálpa þeim að ná settum markmiðum. Þetta getur til að mynda snúið að því að fá samstarfsfólk í að stefna að settu marki. Ekki síður snýr þetta að því að vera leiðtogi í eigin lífi, valdefla sjálft sig og ná settum markmiðum.

Hvatnig og hrós 
Við kennum aðferðarfræði sem þátttakendur geta nýtt sér til að efla hæfileika sína í hvatningu og hrósi dags daglega.

Eftir námskeið hjá KVAN ættu þátttakendur að geta fundið aukinn kraft, meira jafnvægi og aukið sjálfstraust. Þeir þjálfast í að tala fyrir framan hóp af fólki og við kennum einfaldar og áhrifaríkar reglur í tjáningu. Við styrkjum sjálfstraustið og trú á eigin getu ásamt því að finna leiðir til að vera í meira jafnvægi sem nýtist þátttakendum vel þegar takast þarf á við breytingar hvort sem það er á starfsvettvangi eða í lífinu sjálfu. Þátttakendur geta styrkt tengslanet sitt og lært að vera besta mögulega útgáfan af sér sjálfri sem nýtast mun bæði í leik og starfi.

Skipulag
Námskeiðið er kennt í fjögur skipti, 2 klst. í senn einu sinni í viku. Námskeiðið hefst þann 29. september og lýkur þann 20. október. Kennt verður dagana 29. september, 6. október, 20. október og 27. október frá klukkan 19:00-21:00. Fyrstu þrjú skipti námskeiðsins fara fram í sal okkar að Hábraut 1a, 200 Kópavogi og það fjórða í húsnæði ÖBÍ að Sigtúni 42, 105 Reykjavík.

Þar sem Öryrkjabandalag Íslands niðurgreiðir langstærstan hluta kostnaðar er námskeiðsgjaldið aðeins 2.500 krónur á þátttakanda sem greiðist þegar umsókn er staðfest.

Námskeiðið er ætlað konum innan aðildarfélaga ÖBÍ. Tilnefningar aðildafélaga skulu sendar á netfangið kristin@obi.is – tekið er við 2-3 tilnefningum frá hverju aðildarfélagi.