Olympiacos – Valur 24.-28. maí 2024
Dagsetning:
24. maí 2024, 07:00 - 28. maí 2024, 13:00
Staðsetning
Grikkland,
Hópferð á úrslitaleik Evrópukeppninnar í handbolta: Olympiacos – Valur
Handknattleiksdeild Vals í samvinnu við KVAN Travel stendur fyrir hópferð til Aþenu á úrslitaleik Evrópukeppninnar í handknattleik þar sem að drengirnir okkar í Val etja kappi við grikkina í Olympiacos.
Leikurinn fer fram laugardaginn 25. maí í bænum Chaklida sem er í um 60 mínútna fjarlægð frá Aþenu.
Við bjóðum stuðningfólki Vals þrjá möguleika til að koma og styðja drengina okkar.
Gistingar sem eru í boði eru í litlum strandbæ sem heitir Ekteria og er í um 25 mínútna fjarlægð frá Chaklida þar sem leikurinn fer fram.
Athugið
Lágmarksþátttaka í þessa ferð er 30 manns. Ef þátttaka næst ekki í ferðina þá áskilur handknattleiksdeild Vals og KVAN Travel sér rétt til að fella ferðina niður. Ef af því verður mun 100% endurgreiðsla að sjálfsögðu eiga sér stað.
Skráningarfrestur er til kl. 16.00 fimmtudaginn 9. maí.
Pakki 1:
Flug, hótel með morgunverð, akstur til og frá flugvelli, miði á leikinn og akstur til og frá leikstað. Gist er á hótel Negroponteresort. https://negroponteresort.gr
- 209.000 á mann miðað við einn í herbergi
- 192.000 á mann miðað við tvo í herbergi
- 184.000 á mann miðað við þrjá í herbergi
Pakki 2:
Flug, hótel með morgunverð, akstur til og frá flugvelli, miði á leikinn og akstur til og frá leikstað. Gist er á Avanti hotel – aðeins 8 herbergi í boði https://avantis-hotel.gr/en/home/
- 191.000 á mann miðað við einn í herbergi
- 175.000 á mann miðað við tvo í herbergi
- 171.000 á mann miðað við þrjá í herbergi
Pakki 3:
Flug og miði á leikinn
- 119.000 á mann
Skoðunarferð til Aþenu mánudaginn 27.maí fyrir þá sem vilja
Við bjóðum uppá skoðunarferð til Aþenu þennan dag. Farið verður með rútu til Aþenu og skoðum marmaraleikvanginn, Syntagma torg og skiptingu varðanna, háskólabyggingarnar, hlið Hadríans og hof Seifs, þaðan göngum við síðan upp á Akrópólis og skoðum Meyjarhofið, Erekþeifshofið og hof sigurgyðjunnar vængjalausu. Við göngum síðan niður í sæta og fallega Plakahverfið og endum ferðina á flóamarkaðnum þar sem við borðum souvlaki máltíð.
Allir fá heyrnartæki til að heyra sem best í fararstjóra uppi á Akrópolis.
Verð: 18.500
Lágmarksþátttaka er 20 manns í þessa ferð í þessa skoðunarferð.
Ferðatilhögun
Föstudaginn 24. maí
07.00 Flogið til Aþenu með Play
15.50 Lent í Aþenu
16.50 Rúta á hótel í Eltería
18.00 Komið á hótel
Laugardagurinn 25. maí
12.00 Hádegisfundur með þjálfarateymi Vals
15.00 Upphitun fyrir leik – Fan Zone
16.30 Farið á leikinn með rútu
18.00 Olympiacos – Valur
20.15 Farið með rútu á hótelið
21.15 Liðið hittir okkur og við eigum góða stund saman
Sunnudagur 26. maí
Frjáls dagur
Mánudagur 27. maí
Skoðunarferð um Aþenu með Þóru Valsteinsdóttur.
Þriðjudagur 28. maí
07.15 Farið með rútu til Aþenu
08.20 Flogið til Keflavíkur
13.20 Lent í Keflavík
Ef einhverjar spurningar vakna þá hafið samband við okkur á kvantravel@kvan.is
Vinsamlegast setjið nafn herbergisfélaga í reitinn “Skilaboð til KVAN” við skráningu.
Hlökkum til að ferðast með ykkur!