Verum ástfangin af lífinu – fyrirlestur fyrir ungmenni og foreldra
Dagsetning:
12. janúar 2023, 20:00 - 12. janúar 2023, 21:30
Staðsetning
KVAN, Kópavogur
Fimmtudaginn 12. janúar klukkan 20:00
Vegna fjölda áskorana hefur Þorgrímur Þráinsson ákveðið að halda opinn fyrirlestur; Verum ástfangin af lífinu, sem hann hefur haldið fyrir nemendur 10. bekkja grunnskólanna í fjórtán ár.
Fjallað er um að bera ábyrgð, setja sér markmið, gera góðverk, sýna seiglu og dugnað, vera í góðu jafnvægi, mikilvægi svefns og hreyfingar. Ennfremur er fjallað um áhrif skjátíma á andlega og líkamlega heilsu. Allir litlu hlutirnir dagsdaglega breyta lífi fólks.
Fyrirlesturinn, sem varir í 70 mínútur, fer fram þann 12. janúar klukkan 20:00 í húsnæði KVAN að Hábraut 1a í Kópavogi.
Fyrirlesari
Þorgrímur Þráinsson er fyrirlesari Verum ástfangin af lífinu.
Verð
3.900 kr.
Athugið að takmarkaðu sætafjöldi er á fyrirlesturinn svo tryggðu þér og þínum sæti með því að skrá ykkur hér að neðan.