Vináttuþjálfun fyrir 7-9 ára
Dagsetning:
24. febrúar 2024, 10:00 - 27. apríl 2024, 12:00
Staðsetning
KVAN, Kópavogur
Hefst 24. febrúar. Kennt á laugardögum klukkan 10:00 – 12:00
Uppbyggilegt og um leið skemmtilegt námskeið sem eflir börn til að takast á við þær félagslegu aðstæður sem upp koma í lífi þeirra. Til þess að geta tekist á við daglegt líf er mjög mikilvægt að hafa góða samskipta-, félags- og vináttufærni en þessir þættir skipta sköpum þegar kemur að líðan og heilsu barna. Að lenda í vandræðum í jafningjasamskiptum getur haft í för með sér víðtækar og langvarandi neikvæðar afleiðingar. Því er mikilvægt fyrir öll börn að fá fræðslu og þjálfun í þessum færniþáttum. Leiðtogafærni er einnig mjög mikilvæg og getur hjálpað börnum að vegna vel í lífinu. Allir geta verið leiðtogar ef þeir einungis fá tækifæri til þess, ásamt þjálfun og reynslu.
Fyrir hverja
Vináttuþjálfun fyrir 7-9 ára er fyrir öll börn í 2.-4. bekk grunnskóla. Námskeiðið er sérlega gagnlegt fyrir þá sem eiga, eða hafa átt í félagslegum vanda eins og einangrun, vinaleysi, einelti og/eða höfnun.
Við minnum á að ef börn og unglingar notast við stuðningsaðila í skóla þá þurfi einnig að koma með stuðning á öll námskeið okkar fyrir ungt fólk.
Hvað get ég lært
Að loknu námskeiði hafa börnin fengið þjálfun og fræðslu um samskipta-, vináttu-, félags- og leiðtogafærni. Það þýðir til dæmis að þau hafa lært ýmsar aðferðir við að eignast og halda vinum, sem og að takast á við ágreining og neikvæðar athugasemdir. Þau hafa einnig lært um mikilvægi samvinnu og umburðarlyndis, ásamt því að hafa lært hvernig þau geta verið jákvæðir leiðtogar í hópnum sínum, fjölskyldu og eigin lífi. Börn í dag eru að takast á við ýmsar áskoranir í samskiptum, félagsfærni og vináttu og hægt er að undirbúa börn undir þessar og fleiri áskoranir. Þau munu svo sannarlega fá tækifæri til að blómstra og verða besta útgáfan af sjáflum sér á þessu námskeiði.
Skipulag
Námskeiðið er kennt á laugardögum frá klukkan 10:00-12:00 í 8 skipti, 2 klst. í senn. Milli tímanna eru tveir félagslegir viðburðir, t.d. spila-, pizzukvöld og/eða annað skemmtilegt. Einnig er fræðsluhittingur fyrir foreldra innifalinn. Námskeiðið fer fram í sal okkar að Hábraut 1a, 200 Kópavogi og kennt verður laugardagana 24. febrúar, 2., 9., 16. og 23. mars, 6., 13. og 27. apríl.
Verð
88.000 kr.
Styrkir
Hægt er að nýta frístunda- og hvatastyrki sveitarfélaga upp í námskeiðsgjöld. Fyrir aðstoð við ráðstöfun þeirra styrkja þá endilega hafið samband við okkur í gegnum netfangið kvan@kvan.is
Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari uppslýsingar.
Birgitta Ramsey, móðir þátttakanda á námskeiði fyrir 10-12 ára
Dóttir mín var alsæl með námskeiðið sem hún fór áhjá KVAN fyrir 10-12 ára. Það kemur skemmtilega á óvart því venjulega er hún ekki til í neitt nýtt. Hún er óörugg í nýjum aðstæðum og hefði örugglega ekki valið að koma ein á námskeið ef ég hefði ekki skráð hana sjálf...
Lesa meira »Kristjana Sigurðardóttir, foreldri þátttakanda á Vináttuþjálfun 7-9 ára
Ég mæli 100% með Lilju, sem þjálfara. Skemmtilegt að sjá hvað hún er einstaklega fær í framkomu og stýrir til dæmis foreldrafundinum vel. Það sem mitt barn hefur lært á námskeiðinu...
Lesa meira »Foreldri þátttakanda á Vináttuþjálfun KVAN
Lilja Cederborg var einn af þjálfurum drengsins okkar á námskeiði KVAN. Lilja hefur mikinn eldmóð fyrir starfi sínu og gefur sig alla í vinnuna með börnunum. Hún tók alltaf vel á móti...
Lesa meira »Íris Björk Eysteinsdóttir, foreldri
Elva Dögg hafði gríðarlega jákvæð áhrif á dóttur mína. Ég hreinlega horfði á hana vaxa og styrkjast í gegnum námskeiðið. Elva Dögg gaf mikið af sér og var fagleg í kennslu sinni og samskiptum...
Lesa meira »Írena Dögg McCabe, móðir barns á Vináttuþjálfun 7-9 ára
Stelpan kom til ykkar eftir að hafa orðið fyrir einelti í rúmt ár í skólanum sem hún er í, sem hefur haft markandi áhrif á hana. Mér var bent á að KVAN væri mögulega staður fyrir hana að fara og fá styrk og verkfæri...
Lesa meira »