Vináttuþjálfun fyrir 7-9 ára, kennt í Borgarnesi

Dagsetning:

22. febrúar 2022, 15:00 - 12. apríl 2022, 17:00

Staðsetning

Grunnskólinn Borgarnesi, Borgarnes

Deila:
Bæta við í dagatal

Hefst 22. febrúar. Kennt í Borgarnesi á þriðjudögum klukkan 15:00 – 17:00

Vináttuþjálfun fyrir 7-9 ára er uppbyggilegt og um leið skemmtilegt námskeið sem eflir börn til að takast á við þær félagslegu aðstæður sem upp koma í lífi þeirra. Til þess að geta tekist á við daglegt líf er mjög mikilvægt að hafa góða samskipta-, félags- og vináttufærni en þessir þættir skipta sköpum þegar kemur að líðan og heilsu barna. Að lenda í vandræðum í jafningjasamskiptum getur haft í för með sér víðtækar og langvarandi neikvæðar afleiðingar. Því er mikilvægt fyrir öll börn að fá fræðslu og þjálfun í þessum færniþáttum. Leiðtogafærni er einnig mjög mikilvæg og getur hjálpað börnum að vegna vel í lífinu. Allir geta verið leiðtogar ef þeir einungis fá tækifæri til þess, ásamt þjálfun og reynslu.

Fyrir hverja
Vináttuþjálfun fyrir 7-9 ára er fyrir öll börn í 2.-4. bekk grunnskóla. Námskeiðið er sérlega gagnlegt fyrir þá sem eiga, eða hafa átt í félagslegum vanda eins og einangrun, vinaleysi, einelti og/eða höfnun. Námskeiðið er kennt í Borgarnesi og því upplagt fyrir börn í nágrenninu að sækja þetta vinsæla námskeið KVAN.

Við minnum á að ef börn og unglingar notast við stuðningsaðila í skóla þá þurfi einnig að koma með stuðning á öll námskeið okkar fyrir ungt fólk.

Hvað get ég lært
Að loknu námskeiði hafa börnin fengið þjálfun og fræðslu um samskipta-, vináttu-, félags- og leiðtogafærni. Það þýðir til dæmis að þau hafa lært ýmsar aðferðir við að eignast og halda vinum, sem og að takast á við ágreining og neikvæðar athugasemdir. Þau hafa einnig lært um mikilvægi samvinnu og umburðarlyndis, ásamt því að hafa lært hvernig þau geta verið jákvæðir leiðtogar í hópnum sínum, fjölskyldu og eigin lífi. Börn í dag eru að takast á við ýmsar áskoranir í samskiptum, félagsfærni og vináttu og hægt er að undirbúa börn undir þessar og fleiri áskoranir. Þau munu svo sannarlega fá tækifæri til að blómstra og verða besta útgáfan af sjáflum sér á þessu námskeiði.

Skipulag
Námskeiðið er kennt á þriðjudögum frá klukkan 15:00-17:00 í 8 skipti, 2 klst. í senn, einu sinni í viku. Milli tímanna eru tveir félagslegir viðburðir, t.d. spila-, pizzukvöld og/eða annað skemmtilegt. Einnig er fræðsluhittingur fyrir foreldra innifalinn. Námskeiðið verður kennt í Grunnskóla Borgarness.

Verð
88.000 kr.

Styrkir
Hægt er að nýta frístunda- og hvatastyrki sveitarfélaga upp í námskeiðsgjöld. https://www.sportabler.com/shop/kvan/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NjcwNg==?

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari uppslýsingar.