Foreldrasamskipti

Foreldrasamskipti eru sannarlega af hinu góða en þau reynast mörgu fagfólki áskorun. Takist vel til er ávinningurinn ótvíræður, þar á meðal bætt líðan allra, námsárangur, bekkjarandi og farsæld. Því er til mikils að vinna að þekkja leiðir til að ná fram jákvæðum foreldrasamskiptum. Í fyrirlestrinum verður fjallað um leiðir sem virka.

Fyrirlesari er Ásta Kristjánsdóttir. Ásta var grunnskólakennari í mörg ár og í fyrirlestrinum deilir hún reynslu sinni, ásamt reynslu af vinnu í Viðbragðsteymi KVAN.

Fyrirlesturinn er 90 mínútur og hentar kennurum, öðru fagfólki í skólum og leikskólum, ásamt starfsfólki frístundaheimila.

Næstu námskeið:

Foreldrasamskipti – Opin vinnustofa

Hefst 8. september 2025, 16:00

Frábær opin vinnustofa sem hentað gæti öllum fagaðilum sem starfa með börnum og ungmennum. Mánudaginn 8. september kl. 16:00-18:00   Góð og jákvæð foreldrasamskipti er ein af forsendum góðs frístunda- og skólastarfs og stuðlar að ánægju og vellíðan þátttakanda, nemenda og starfsfólks. Kennarar, þjálfarar og annað fagfólk sem vinnur með börnum eru að takast á …

Foreldrasamskipti – Opin vinnustofa Read More »

SKRÁÐU ÞIG HÉR

Bekkjarstjórnun og foreldrasamskipti

Hefst 17. september 2025, 15:00

Hefst 17. september. Kennt á miðvikudögum frá kl. 15:00 – 17:00 Nýtt námskeið hjá KVAN fyrir fagfólk Námskeiðið er hagnýtt og er ætlað til að bregast við ákalli kennara og annars fagfólks í skólum. Áhersla er á verkfæri til að bæta bekkjarstjórnun og þar með líðan, námsárangur og bekkjaranda, ásamt skýrum verkferlum í öllum samskiptum …

Bekkjarstjórnun og foreldrasamskipti Read More »

SKRÁÐU ÞIG HÉR