Frá lirfu yfir í fiðrildi – reynslusaga feimna barnsins

Við höfum flest upplifað það einhverntíman á ævinni að finna fyrir feimni og er það fullkomlega eðlilegt í vissum aðstæðum. Þegar feimnin er hinsvegar farin að hamla okkur í daglegu lífi þá er það alvarlegra mál.
Hvaða áhrif hefur það á okkur að alast upp sem feimin börn og fá mögulega aldrei tækifæri á að þjálfa okkur í því að vera félagslega sterkir einstaklingar?
Öll höfum við leiðtogahæfileika sem hægt er að móta og þjálfa. Það er hægt að vera jákvæður leiðtogi og neikvæður leiðtogi.
 
Í fyrirlestrinum er m.a. farið er yfir staðreyndir um feimni, trú á eigin getu, þægindaramamann og leiðtogafærni.
Fyrirlesturinn “frá lirfu yfirí fiðrildi” er byggður upp út frá reynslusögu þjálfara í hennar tómstundum sem barn og unglingur í handbolta og dansi. Hann hentar því einstaklega vel fyrir allt það fagfólk sem vinnur með börnum og ungmennum á leikskóla, í grunnskóla, frístund, félagsmiðstöðvum, íþróttum og öðrum tómstundum.
 
Fyrirlesari er: Ingveldur Gröndal

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.