Frístundakistan

Frístundakistan
Veitir starfsfólki frístundaheimila, félagsmiðstöðva, ungmennahúsa og félagasamtaka hagnýt verkfæri til að vinna annars vegar með einstaklinga og hins vegar með hópinn. Fjallað er um félagsfærni, vináttufærni, jákvæða og neikvæða leiðtoga og börn sem eiga í félagslegum vanda. Farið er yfir aðferðir til að vinna gegn samskiptavanda og einelti ásamt aðferðum til að styrkja hópinn. Eigin samskipti eru skoðuð ásamt og samskiptum við foreldra.
 

Fyrir hverja?
Fyrir starfsfólk sem starfar á vettvangi frítímans. 

 Skipulag
6 skipti, 2,5 klst. í senn.  Á milli tíma fá þátttakendur tækifæri til að prófa aðferðirnar í sínum hópi og fá stuðning og handleiðslu í næsta tíma á eftir. 

Hvað get ég lært? 

  • Að búa til góðan anda og efla forvarnir gegn einelti og öðrum félagslegum vanda. 
  • Að vinna með félagsfærni, vináttufærni og neikvæða og jákvæða leiðtoga. 
  • Bera kennsl á og hjálpa ungmennum sem eiga í félagslegum vanda og greina hvar vandinn liggur. 
  • Bera kennsl og vinna með hópa sem glíma við samskiptavanda og  greina hvar vandinn liggur. 
  • Aðferðir til að bæta eigin samskipti og efla foreldrasamskipti 

Dæmi um aðferðir og verkfæri: 

  • Leiðtogafræðsla 
  • Styrkleikamiðuð nálgun 
  • Liðsandi og liðsheild 
  • Félagsfærni 
  • Virkni og þátttaka 
  • Samskipti og samvinna 
  • Menning og greining 

Við sérsníðum tímana með hverjum starfsstað fyrir sig. Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.