Gæðastund með KVAN
Ungt fólk stendur frammi fyrir ótal áskorunum í daglegu lífi. Á vörum þess brenna spurningar af ýmsu tagi, bæði hvað varðar það sjálft og umhverfi sitt. Hvernig á ég að vera ég sjálf/ur? Hvernig á ég að standast kröfur samfélagsins? Hvernig hef ég áhrif á umhverfið og tek ábyrgð á eigin líðan? Ungt fólk vill standa sig vel og það er mikilvægt að við veitum því réttu verkfærin til þess að byggja upp sterka sjálfsmynd svo það geti tekist á við það sem framundan er.
Fyrir hverja
Kvöldið er ætlað ungu fólki á elsta stigi grunnskóla og á framhaldsskólaaldri. Það er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á að efla sig með einhverju móti, hvort sem er almennt í lífinu, í námi, starfi eða tómstundum.
Hvað get ég lært
Farið verður yfir ýmis atriði sem aðstoða ungmenni við að standa með sjálfum sér, hafa trú á eigin getu og þor til þess að takast á við hinar ýmsu áskoranir. Markmiðið er að auka gleði, jákvæðni og hamingju og læra leiðir til þess að efla sig. Meðal þess sem farið verður yfir eru þægindahringurinn og styrkleika sem svo fléttast inn í umræðu um þrautseigju, tjáningu og samskipti. Allt hefur þetta síðan áhrif á sjálfstraustið með einum eða öðrum þætti. Þessi kvöldstund er uppfull af skemmtilegum fróðleik, þar sem fyrirlestrum og leikjum er fléttað saman við verklegar og skriflegar æfingar.
Skipulag
Kvöldstundin er tvær til fjórar klukkustundir og er sniðin að þeim hópi sem um ræðir hverju sinni.
Ummæli
Þátttakendur hafa meðal annars sagt þetta um kvöldstundina:
- „Það var húmor. Þau eru bæði mjög góð í að útskýra og þau eru bara alveg frábær.”
- „Þjálfararnir halda manni við efnið og halda þessu skemmtilegu.”
- „Þetta var ótrúlega gaman, hélt athygli allan tímann.”
- „Mjög fyndið, tengdu við daglegt líf sitt.”
- „Fengu okkur til þess að ætla að setja okkur markmið og lærðu tips til þess að nýta í samskiptum og fleira.”
Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.