Jákvæð samskipti á vinnustað

Leiðtogar eru mikilvægir í öllum hópum, hvort sem um er að ræða vinnustaði, íþróttalið eða aðra hópa. Leiðtogar eru ekki bara þeir sem gegna stjórnendastöðu innan fyrirtækisins, þeir eru einnig á meðal almennra starfsmanna.

Leiðtogar geta verið bæði jákvæðir og neikvæðir og hafa neikvæðir leiðtogar slæm áhrif á aðra, sig sjálfa, ásamt því að geta haft neikvæð áhrif á andann í þeim hópum sem þeir tilheyra. Að sama skapi hafa jákvæðir leiðtogar góð áhrif á aðra, sig sjálfa og andann í hópnum.

Í fyrirlestrinum er fjallað um leiðtoga með áherslu á hvernig hægt sé að hjálpa einstaklingum að virkja jákvæða leiðtogahæfileika í sínu starfsumhverfi til hagsbóta fyrir starfsmenn, stjórnendur og fyrirtækið.

Mögulegir fyrirlesarar á þessum fyrirlestri eru: Anna Steinsen, Jón Halldórsson og Vanda Sigurgeirsdóttir.

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.