Krakkar með krökkum

Krakkar með krökkum er leiðtoga- og bekkjaranda verkefni fyrir nemendur í 9. bekk. Verkefninu er ætlað að efla jákvæða leiðtogahegðun og vera forvörn gegn einelti með því að virkja eldri nemendur sem fyrirmyndir og jákvæða leiðtoga fyrir yngri börnin. Í leiðinni styrkir verkefnið bekkjaranda bæði hjá 9. bekk og þeim yngri.

Framkvæmdin er með þeim hætti að skólinn ákveður leiðtoga verkefnisins, sem oft eru kennarar, deildarstjórar eða námsráðgjafar. Þeir aðilar fá fræðslu um sitt hlutverk. Því næst fá unglingarnir í 9. bekk fræðslu og þjálfun frá starfsfólki KVAN ásamt söng- og leikkonunni Sölku Sól. Sama dag er einnig foreldrafræðsla. Eftir daginn er öllum í 9. bekk boðið að taka þátt. Að því loknu hefst undirbúningur, sem er í höndum leiðtoga verkefnisins. Unglingunum er skipt í hópa og hver hópur fer með fræðslu- og bekkjaranda verkefni í 6 skipti í bekki/hópa á miðstigi.

Krakkar með krökkum er byggð á rannsökuðum aðferðum og hefur gefið mjög góða raun hérlendis.

Við sérsníðum tímana með hverjum starfsstað fyrir sig. Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.