KVAN fyrir 20-25 ára

Vilt þú finna kraftinn til þess að taka næsta skref? Vilt þú fá aukið sjálfstraust til þess að hámarka árangur þinn í námi, starfi og/eða einkalífi? Vilt þú verða markmiðadrifin(n) og ná aukinni einbeitingu í þínum verkefnum en á sama tíma ná að njóta augnabliksins. Viltu fá aðhald við að ná markmiðum þínum?

Fyrir hverja?
KVAN fyrir 20-25 ára er fyrir alla þá sem vilja efla hæfni og styrkleika sína til að takast á við verkefni í skóla, á vinnumarkaði og/eða í einkalífi.

Hvað get ég lært?
Eftir námskeið hjá KVAN ættir þú að geta fundið aukinn kraft, meira jafnvægi og aukið sjálfstraust. Farið er ítarlega í markmiðasetningu og notast er við „online“ kerfi frá Circlecoach til þess að hjálpa þér að fá yfirsýn yfir lykilþættina í þínu lífi og halda utan um öll þín markmið. Við notum viðurkenndar aðferðir til þess að finna út þína helstu styrkleika og hjálpum þér að læra og skilja hvernig þú getur nýtt þá bæði í starfi og einkalífi. Með því að vinna út frá styrkleikum hvers og eins eykst sjálfstraustið og viðhorfið verður allt annað og betra. Við þjálfum þig í að tala fyrir framan hóp af fólki og kennum þér einfaldar og áhrifaríkar reglur í tjáningu. Við förum í gegnum samskiptin í okkar lífi og fáum tækifæri til þess að þróa leiðtogahæfni og laða fram það besta í okkur sjálfum sem og öðrum og bætum þannig árangur í lífi og starfi. Styrkjum sjálfstraustið og trú á eigin getu ásamt því að finna leiðir til að vera í meira jafnvægi. Þú getur lært að finna leið til að vera besta mögulega útgáfan af þér sjálfri/sjálfum.

Skipulag
Námskeiðið er kennt í 8 skipti, 3 klukkustundir í senn, einu sinni í viku. Námskeiðið hefst þann 28. janúar og lýkur þann 18. mars. Þátttakendur fá handbók og fleiri verkfæri til að nota á námskeiðinu og við áframhaldandi vinnu. Námskeiðið fer fram í sal okkar að Hábraut 1a, 200 Kópavogi.

Verð
99.900 kr.

Styrkir

  • Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
  • Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldinu.
  • Fyrirtæki geta flest sótt styrk frá Starfsmenntunarsjóði fyrir allt að 90% af kostnaði fyrir alla starfsmenn sína. Sá styrkur er óháður inneign starfsmanna sjálfra í sjóðnum. Hægt er að sjá nánar á attin.is

Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum að halda sér námskeið fyrir hvern og einn vinnustað þar sem efnistök eru sniðin utan um áskoranir þess hóps sem sækir námskeiðið.

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.

Viltu vita meira um námskeiðið ?